Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir bækling sem borinn hafi verið út í bæði Kópavogi og Hafnarfirði, auk Reykjavíkur, sé áróður frá meirihluta borgarstjórnar.
Hefur hún krafist svara í borgarráði vegna málsins:
„Bæklingur barst inn um lúguna hjá mér í gærmorgun sem við fyrstu sýn leit út eins og auglýsingabæklingur frá fasteignasölu en þegar betur var að gáð var þetta áróðurs- og auglýsingabæklingur gefinn út af Reykjavíkurborg í boði skattgreiðenda.“
Marta segir að bæklingnum, sem sé litprentaður og 55 blaðsíður, sé augljóslega ætlað að „auglýsa stefnu meirihlutans og fegra og bæta fyrir allt klúður hans í skipulags- og samgöngumálum.“:
„Augljóst er að Reykjavíkurborg er komin langt út fyrir hlutverk sitt en það er ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að auglýsa eignir einstaklinga og fyrirtækja á kostnað útsvarsgreiðenda. Það má því velta fyrir sér af hverju þeir sem eru að selja eldri fasteignir fái þá ekki sambærilega auglýsingu frá útsvarsgreiðendum.“
Margir tjá sig um bæklinginn í athugasemdakerfi Mörtu:
Samkvæmt svari við fyrirspurn Eyjunnar er verið að vinna í svari við fyrirspurn Mörtu og mun Eyjan fá svarið um leið og það berst.
Hinsvegar var gefið upp að þetta væri í í fimmta sinn sem Reykjavíkurborg gefi út blað um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík og í þriðja sinn sem það væri álíka veglegt. Þá er þetta í annað sinn sem blaðið fer í dreifingu um allt höfuðborgarsvæðið.
Hefur Marta og Eyjan óskað eftir svörum við eftirfarandi spurningum.
Kynningarfundur í fyrramálið
Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg verður kynningarfundur um rúmlega 4000 nýjar íbúðir í Reykjavík í fyrramálið:
Rúmlega 4.000 íbúðir í byggingu í Reykjavík
Opinn kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík verður haldinn á morgun kl. 9 – 11 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dregin verður upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Áhersla er lögð á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi.
Alls eru 4.164 íbúðir á framkvæmdastigi víðs vegar um borgina. Þar af eru um 2.500 í byggingu fyrir almennan markað og rúmlega 1.600 á vegum húsnæðisfélaga. Til að setja þetta í samhengi má benda á að í dag eru um 54.000 íbúðir í borginni.
Dagskrá: