fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Bæklingur Reykjavíkurborgar vekur spurningar – Sagður áróður í boði skattgreiðenda -„Hvað kostaði prentun og dreifing?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir bækling sem borinn hafi verið út í bæði Kópavogi og Hafnarfirði, auk Reykjavíkur, sé áróður frá meirihluta borgarstjórnar.

Hefur hún krafist svara í borgarráði vegna málsins:

„Bæklingur barst inn um lúguna hjá mér í gærmorgun sem við fyrstu sýn leit út eins og auglýsingabæklingur frá fasteignasölu en þegar betur var að gáð var þetta áróðurs- og auglýsingabæklingur gefinn út af Reykjavíkurborg í boði skattgreiðenda.“

Marta segir að bæklingnum, sem sé litprentaður og 55 blaðsíður, sé augljóslega ætlað að „auglýsa stefnu meirihlutans og fegra og bæta fyrir allt klúður hans í skipulags- og samgöngumálum.“:

„Augljóst er að Reykjavíkurborg er komin langt út fyrir hlutverk sitt en það er ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að auglýsa eignir einstaklinga og fyrirtækja á kostnað útsvarsgreiðenda. Það má því velta fyrir sér af hverju þeir sem eru að selja eldri fasteignir fái þá ekki sambærilega auglýsingu frá útsvarsgreiðendum.“

Og hvað kostaði svo framleiðslan ?

Margir tjá sig um bæklinginn í athugasemdakerfi Mörtu:

  • „Hann kom til mín í gær – ég bý í Kópavogi“
  • „Lítur út eins og fasteignasöluauglýsing og augljóst að meirihlutinn er að láta alla borgarbúa greiða fyrir næstu kosningaherferð sem styttist í.
  •  Bý á Seltjarnarnesi og var brugðið að fá þetta innum lúguna !“
  • „Auðvitað bara algjör ósvífni og hvað kostaði svo framleiðslan á bæklingnum. Er virkilega til svona mikið af fjármunum ég hélt að Borgin væri í bullandi skuld og væri aðallega í því að safna þeim.“
  • „Sama hringavitleysa og hringtorgin !“
  • „Bróðir minn býr við Norðurbakkann í Hafnarfirði og þessi bæklingur kom inn um lúguna hjá honum og var hann furðulostinn. Hann bætti því við að hann væri ekki að flytja til Reykjavíkur!“
  • „Hvað kostaði prentun og dreifing á þessum bæklingi?“

Óskað eftir nánari upplýsingum

Samkvæmt svari við fyrirspurn Eyjunnar er verið að vinna í svari við fyrirspurn Mörtu og mun Eyjan fá svarið um leið og það berst.

Hinsvegar var gefið upp að þetta væri í í fimmta sinn sem Reykjavíkurborg gefi út blað um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík og í þriðja sinn sem það væri álíka veglegt. Þá er þetta í annað sinn sem blaðið fer í dreifingu um allt höfuðborgarsvæðið.

Hefur Marta og Eyjan óskað eftir svörum við eftirfarandi spurningum.

  • Óskað er upplýsinga hvar og hvenær ákvörðun um útgáfu þessa bæklings var tekin?
  • Er eðlilegt að Reykjavíkurborg haldi úti auglýsingabæklingi fyrir fasteignir?
  • Fór gerð bæklingsins og dreifing hans í útboð?
  • Hvað kostaði hönnun, prentun og dreifing bæklingsins?
  • Hver var heildarkostnaður við vinnslu blaðsins og í hverju fólst hann?

Kynningarfundur í fyrramálið

Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg verður kynningarfundur um rúmlega 4000 nýjar íbúðir í Reykjavík í fyrramálið:

Rúmlega 4.000  íbúðir í byggingu í Reykjavík

Opinn kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík verður haldinn á morgun kl. 9  – 11 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dregin verður upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Áhersla er  lögð á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi. 

Alls eru 4.164 íbúðir á framkvæmdastigi víðs vegar um borgina. Þar af eru um 2.500 í byggingu fyrir almennan markað og rúmlega 1.600 á vegum húsnæðisfélaga. Til að setja þetta í samhengi má benda á að í dag eru um 54.000 íbúðir í borginni.

Dagskrá:

  • Uppbygging íbúða í Reykjavík
    Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
  • Ný búsetuform í borgum
    Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta
  • Húsnæðisuppbygging í hverfaskipulagi.
    Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?