fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Eyjan

Telur Samherjamálið veita sér uppreist æru –„Upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi á dögunum breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu, fyrir að lækka veiðileyfagjaldið um tvo milljarða til viðbótar. Sagði hann að skattgreiðendur þyrftu þar með að borga með útgerðinni.

Ágúst Ólafur var gagnrýndur harðlega fyrir þessi skrif sín, bæði af þingmönnum ríkisstjórnarinnar, sem og Pírötum, þar sem framsetning hans væri röng:

„Ástæða fyrir lækkun veiðigjalda er einfaldlega vegna þess að afkoman er minni í sjávarútvegi, líkt og við greiðum minni tekjuskatt ef við lækkum í launum. Hlutdeildin hefur ekki minnkað heldur afkoman.“

Sjá nánar: Ágúst er brjálaður:„Eiga skattgreiðendur nú að borga með stórútgerðinni?“

Sjá nánar: Ágúst Ólafur sagður hafa hlaupið á sig – „Ég þooooli ekki svona stjórnmál“ – „Röng framsetning“

Uppreist æru

Ágúst segir í dag að þær skammir sem hann hafi hlotið séu sérkennilegar í ljósi frétta af Samherjamálinu í gær:

„Einhvern veginn verða ótrúlegar skammir þingmanna og ráðherra Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í minn garð fyrir að vekja athygli fyrir helgi á lækkun veiðileyfagjalda, sérkennilegar í ljósi frétta. Ég hef lengi furðað mig á þessari grímulausu hagsmunagæslu þessara flokka fyrir stórútgerðina.

Eitt það fyrsta sem þessi ríkisstjórn gerði þegar hún tók við völdum var að breyta lögunum þannig að veiðileyfagjöldin myndu lækka og á það bentum við að myndi gerast. Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við, þrátt fyrir mjög góðan hagnað hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og eigendum þeirra.

Á næsta ári á almenningur að greiða með sinni eigin auðlind til stórútgerðarinnar. Annað dæmi er í síðustu viku þegar ríkisstjórnin setti það í forgang að afnema stimpilgjöld af kaupum á stórum skipum. Á meðan er almenningur látinn greiða sín stimpilgjöld, til dæmis á húsnæði, sem bitnar sérstaklega á ungu fólki. Með afnámi stimpilgjalds á stórum skipum á enn og aftur að lækka gjöld á útgerðarmönnum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið