fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Krefst þess að Kristján Þór stigi til hliðar og eignir Samherja verði frystar  –„ Kemur ekkert annað til greina“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 12:20

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ef tilefni þótti til að frysta eignir hljómsveitarinnar Sigurrósar vegna meintra skattalagabrota á sínum tíma, hljóti það einnig að verða gert í tilfelli Samherja.

Hún krefst einnig að Kristján Þór Júlíusson stigi til hliðar vegna tengsla sinna við Samherja og Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra fyrirtækisins, en þeir eru æskufélagar og hefur Kristján stundað sjómennsku hjá Samherja auk þess að vera fyrrverandi stjórnarformaður þess:

„Í mínum huga kemur ekkert annað til greina en að eignir Samherja verði frystar núna strax á meðan á rannsókn stendur. Um er að ræða rannsókn á mögulegu mútubroti, peningaþvætti og skattalagabrotum. Hér er ekki um einhverja sjoppu að ræða heldur milljarðafyrirtæki með umtalsverð umsvif í fjölda ríkja og skattaskjólssvæðum. Minni á að eignir dægurlagahljómsveitarinnar Sigurrósar voru frystar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum hljómsveitarmeðlima sem varðaði nokkra tugi/hundruð milljóna.
Þá tel ég heldur ekkert annað koma til greina en að sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja stígi til hliðar á meðan á rannsókn héraðssaksóknara stendur enda málið algjörlega fordæmalaust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á