Kristján þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra sagðist fyrr í dag ekki hafa haft nein afskipti af útgerðarfyrirtækinu Samherja síðan hann var formaður stjórnar Samherja á árunum 1996-1998.
Samherjamenn héldu því fram að Kristján væri „þeirra maður“, en í viðtali við RÚV sagðist hann ekki hafa haft nein afskipti af Samherja.
„Því verða þeir að svara sjálfir. Ég hef hingað til bara litið á mig sem minn eigin og minnar fjölskyldu og er þekktur fyrir flest annað en að vera mjög undanlátssamur. Ég hef nú frekar orð á mér fyrir að vera frekar stífur í framgöngu.“
Einnig sagðist Kristján hafa hitt stjórnendur Samherja fyrir stuttu, þar á meðal Þorsteinn Má Baldursson.
„Ég var bara að spyrja hvernig honum liði einfaldlega,“
DV fjallaði frekar um svör Kristjáns fyrr í dag
Fjöldi manns hefur gagnrýnt svör Kristjáns og gert grín að þeim, þar á meðal nokkrir Twitter-verjar. Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, varaformaður Ungra jafnaðarmanna gagnrýndi Kristján fyrir að ætla að segja sig frá málum Samherja, þar sem hann er jú sjávarútvegsráðherra.
Þú ert sjávarútvegsráðherra. “Málefni Samherja” eru á þínu borði á hverjum einasta degi. https://t.co/dhcoELe1Ky
— Óskar Steinn 🏳️🌈🌹🇪🇺 (@oskasteinn) November 13, 2019
Brynhildur Bolladóttir setti inn ansi beitta færslu þar sem hún sagði á ansi íronískan hátt frá mögulegu umræðuefni Þorsteins og Kristjáns.
Vonandi hringdi Kristján Þór í Þorstein Má til að spyrja hvernig honum liði með það að hafa arðrænt fátækt ríki sem íslenska ríkið hefur unnið við að byggja upp um áratuga skeið. Held samt ekki.
— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) November 13, 2019
Pétur Marteinn Urbanic Tómasson gerði svo stólpagrín að málinu, en þar kallaði hann Þorstein Má „flippaðan“.
ok ég verð að segja ykkur ég lenti í fáránlega vandræðalegu áðan ! ætlaði að koma vini mínum á óvart og heilsa upp á hann í vinnunni nema hvað að þegar ég labba óboðinn inn í fundarherbergið var hann að múta erlendum ráðherra ! 😳😅 hahah hann er svo flippaður 🤪
— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) November 13, 2019
Þar að auki gerði Twitter-notandinn Villi grín að málinu.
Djöfull væri líka fáránlegt ef sjávarútvegsráðherra hringdi í manninn sem sagði „Ef þú hefur tækifæri á að borga sjávarútvegsráðherra, þá skaltu borga strax“ bara til að spyrja hvernig hann hefði það vegna umfjöllunar um mútur og spillingu. #kveikur
— Villi (@villivillain) November 13, 2019