Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir Ásmund Friðriksson ekki fara rétt með tölur þegar kemur að framlagi ríkisins til heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, líkt og fram komi í svörum hans í Suðurnesjablaðinu. Segir hún um falsfréttir að ræða:
„Falsfréttir ógna upplýstri umræðu. Ásmundur Friðriksson fer með falsfréttir þegar hann segir í blaðinu Suðurnes að framlög til heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hækki um tæpar 637 milljónir króna milli áranna 2018 og 2020. Þetta er rangt hjá Ásmundi – því miður.“
Birtir Oddný síðan þær tölur sem hún segir vera réttar:
Telur hún að framsetning Friðriks sé gerð til að fegra óþægilegan sannleika:
„Á tölunum má sjá að bókhaldsleg tilfærsla varð á milli sjúkrasviðs HSS og heilsugæslusviðs á milli áranna 2018 og 2019. Ásmundur lætur eins og aukning til heilsugæslu sé hrein viðbót til stofnunarinnar – sem er þvæla. Hitt rétta er að ríkisstjórnin sem Ásmundur styður sveltir eina helstu og mikilvægustu stofnun Suðurnesjamanna. Ekkert tillit er tekið til fjölgunar eða íbúasamsetningar á Suðurnesjum í fjárlögum ríkisstjórnarinnar.“