fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Segir Ásmund fara með talnaþvælu í fjölmiðlum – „Falsfréttir ógna upplýstri umræðu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir Ásmund Friðriksson ekki fara rétt með tölur þegar kemur að framlagi ríkisins til heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, líkt og fram komi í svörum hans í Suðurnesjablaðinu. Segir hún um falsfréttir að ræða:

„Falsfréttir ógna upplýstri umræðu. Ásmundur Friðriksson fer með falsfréttir þegar hann segir í blaðinu Suðurnes að framlög til heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hækki um tæpar 637 milljónir króna milli áranna 2018 og 2020. Þetta er rangt hjá Ásmundi – því miður.“

Birtir Oddný síðan þær tölur sem hún segir vera réttar:

  • Heilsugæsla: 1.347,7 (2018), 1.790,2 (2019), 1.976,7 (2020)
  • Sjúkrasvið: 1.605,7 (2018), 1.145,6 (2019), 1.158,1 (2020)
  • Samtals: 2.953,4 (2018), 2.935,8 (2019), 3.134,8 (2020)

Ríkisstjórnin svelti HSS

Telur hún að framsetning Friðriks sé gerð til að fegra óþægilegan sannleika:

„Á tölunum má sjá að bókhaldsleg tilfærsla varð á milli sjúkrasviðs HSS og heilsugæslusviðs á milli áranna 2018 og 2019. Ásmundur lætur eins og aukning til heilsugæslu sé hrein viðbót til stofnunarinnar – sem er þvæla. Hitt rétta er að ríkisstjórnin sem Ásmundur styður sveltir eina helstu og mikilvægustu stofnun Suðurnesjamanna. Ekkert tillit er tekið til fjölgunar eða íbúasamsetningar á Suðurnesjum í fjárlögum ríkisstjórnarinnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““