fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Eyjan

Íslendingur á vegum Samherja bendlaður við kvótabrask og ólöglegar millifærslur í Namibíu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar í Namibíu hafa fjallað um opinbera rannsókn þar í landi þar sem um hálfur milljarður íslenskra króna var millifærður frá reikningi félags í eigu Samherja og annarra fyrirtækja í Namibíu, Articnam, árið 2016. Félagið hét áður Esja Fishing. Rannsakað er til hvaða fyrirtækja sú upphæð fór.

Þarlend nefnd gegn spillingu, Anti Corruption Commission (ACC) hefur málið til rannsóknar. Samkvæmt gögnum athafnarkonunnar Sharon Neumbo voru greiðslurnar millifærðar í þremur lotum til tveggja íslenskra fyrirtækja. Eitt þeirra var skráð á Maritíus en hitt í Namibíu. Er Jóhannes Stefánsson, þáverandi stjórnandi Samherja í Namibíu sagður hafa staðfest greiðslurnar.

Sjálf var Neumbo handtekin þegar hún óskaði eftir rannsókn málsins á grundvelli gagna hennar, en samkvæmt stuðningsmönnum hennar var það gert til að hræða hana frá frekari rannsókn.

Sverja af sér misgjörðir

Samherji sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær þar sem auglýst hafði verið að Kveikur myndi fjalla um mál íslensks stórfyrirtækis. Í yfirlýsingunni er sagt að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu, Jóhannes Stefánsson, hafi verið rekinn úr starfi vegna alvarlegra ásakana hans á hendur stjórnendum Samherja í fjölmiðlum. Samherji hafi fengið fyrrverandi rannsóknarlögreglumann til að grennslast fyrir um málið árið 2016, vegna gruns um að ekki væri allt með felldu í rekstrinum. Niðurstaðan var sú að vegna óásættanlegrar framgöngu og hegðunar Jóhannesar, sem hafi auk þess sóst eftir háum greiðslum frá Samherja, að Jóhannesi var sagt upp störfum.

Talið er að líklega komi umfjöllum Kveiks inn á þetta mál í kvöld.

Tilkynning Samherja

Við höfum orðið þess áskynja að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu, Jóhannes Stefánsson, hafi farið til fjölmiðla og lagt fram alvarlegar ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. Við tökum þessu mjög alvarlega og höfum ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfseminni í Afríku. Þar til niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja fyrir munum við ekki tjá okkur um einstakar ásakanir.

Við höfum sérstaklega óskað eftir að fá að setjast niður með Ríkisútvarpinu og fara yfir upplýsingar sem við teljum skipta máli í tengslum við fyrirhugaða umfjöllun. Þeirri beiðni hefur jafnharðan verið hafnað og hefur Ríkisútvarpið aðeins talið sér fært að ræða við okkur fyrir framan myndavélar. Teljum við þær upplýsingar sem við búum yfir vera með þeim hætti að slíkt væri tillitslaust vegna hagsmuna þeirra einstaklinga sem málið varðar.

„Öll starfsemi Samherja og tengdra félaga var undir ítarlegri rannsókn árum saman án þess að nokkuð athugavert hafi fundist. Var allt okkar bókhald, tölvupóstar og öll önnur gögn skoðuð ítarlega, þar með talið þeirra félaga sem sinntu útgerð við strendur Afríku frá árinu 2007. Við munum ekki nú, frekar en þá, sitja undir röngum og villandi ásökunum frá fyrrverandi starfsmanni sem enn á ný eru matreiddar af sömu aðilum og fjölmiðlum og í Seðlabankamálinu,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Það sem við teljum rétt að koma á framfæri á þessum tímapunkti er að þegar við urðum þess áskynja í ársbyrjun 2016 að ekki væri allt með felldu í rekstrinum í Namibíu sendum við fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá sérstökum saksóknara til Namibíu. Eftir nokkurra mánaða vinnu hans var niðurstaðan að segja umræddum starfsmanni upp störfum án tafar vegna óásættanlegrar framgöngu hans og hegðunar. Mikill tími hefur farið í að ná tökum á rekstrinum en starfsmaðurinn fyrrverandi hefur samhliða, beint og ásamt samstarfsmönnum sínum, krafist hárra fjárhæða frá Samherja.

Samherji hefur lagt sig fram um að vinna í samræmi við lög og reglur sem gilda í þeim löndum sem félagið starfar í. Höfum við í því samhengi unnið náið með stjórnvöldum í Namibíu, bæði með skattyfirvöldum og Seðlabanka Namibíu. Má þar nefna að frá síðari hluta árs 2016 hefur öllum virðisaukaskattskyldum fyrirtækjum í Namibíu verið skylt að fara í gegnum  ítarlega skoðun hjá skattyfirvöldum á tveggja mánaða fresti þar sem allir reikningar eru yfirfarnir. Á það við um okkar félög eins og öll önnur fyrirtæki í Namibíu.

Frá því að við hófum starfsemi í Namibíu hefur legið fyrir að um tímabundinn rekstur sé að ræða. Gerðir voru samningar við ýmsa kvótahafa, allt frá samningum til örfárra mánaða til fimm ára en umræddir samningar eru nú allir útrunnir. Þá hafa namibísk stjórnvöld unnið að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu á undanförnum árum með það fyrir augum að draga úr notkun frystitogara og auka vægi landvinnslu ásamt því að leggja aukna áherslu á að eignarhald og stjórnun sé í höndum innlendra aðila. Í því skyni hefur eitt skip þegar verið selt og viðræður staðið yfir frá byrjun þessa árs um sölu á öðrum rekstri Samherja í Namibíu til þarlendra aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnir í afar spennandi nótt hjá Brynjari – Er inni sem jöfnunarmaður

Stefnir í afar spennandi nótt hjá Brynjari – Er inni sem jöfnunarmaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Við höfum engan heillandi leiðtoga með sýn og það er okkur erfitt“ 

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Við höfum engan heillandi leiðtoga með sýn og það er okkur erfitt“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hægri eða vinstri? Röng spurning. Það þarf hvort tveggja“

„Hægri eða vinstri? Röng spurning. Það þarf hvort tveggja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gógó Starr hjólar í Sigmund Davíð – „Mjög opinskátt hatursfullur í garð hinsegin- og trans fólks“

Gógó Starr hjólar í Sigmund Davíð – „Mjög opinskátt hatursfullur í garð hinsegin- og trans fólks“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water