fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Gunnar Smári með eldfimar ásakanir – Telur víst að Samherji kaupi umfjöllun um sig í Fréttablaðinu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilson, sósíalistaforingi og blaðamaður, segir í færslu á Facebook að geri megi ráð fyrir því að Samherji hafi keypt umfjöllun um sig í fréttahluta Fréttablaðsins í dag, án þess að getið hafi verið um þá kostun. Samkvæmt fjölmiðlalögum er óheimilt að birta kostaða umfjöllun án þess að geta þess skilmerkilega í fréttinni.

Í fréttinni, sem Eyjan greindi frá í morgun, eru tvær setningar hafðar eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, vegna þess sem stefnir í að verða hitamál vikunnar, að minnsta kosti, en það er umfjöllun Kveiks í kvöld um mál sem tengjast Samherja.

Sjá nánar: Þorsteinn Már um RÚV:„Reyndu að nálgast okkur á fölskum forsendum“

Fréttir til sölu fyrir auðmenn

Gunnar segir að þar sem eigendur Hringbrautar eigi nú Fréttablaðið, megi gera ráð fyrir að auðmenn geti keypt umfjöllun um sig í fréttahluta blaðsins, þar sem slík fordæmi séu fyrir hendi:

„Eigendur Hringbrautar hafa keypt Fréttablaðið, komið með helstu lykilstarfsmenn með sér og sett blaðinu nýja stefnu. Það má því gera ráð fyrir að Samherja-frændur og aðrir auðmenn geti keypt umfjöllun um sig á Fréttablaðinu eins og á Hringbraut.

Þarna vísar Gunnar til rannsóknar Fjölmiðlanefndar á þætti Hringbrautar, Atvinnulífið, sem fjallaði um tvö mál þar sem grunur lék á að umfjöllunin hefði verið kostuð, án þess að tilgreint hefði verið um það, líkt og gera skal lögum samkvæmt, en Stundin fjallaði um það í fyrra.

Eitt málanna sem fjallað var um í þættinum á Hringbraut var rannsókn Seðlabanka Íslands á gjaldeyrisviðskiptum Samherja, hið svonefnda Asserta mál. Fjölmiðlanefnd sektaði Hringbraut um 500 þúsund krónur vegna þáttanna, sem sagðir voru brjóta gegn lögum um óheimila kostun, sem og að gæta ekki að rétti viðmælenda til friðhelgi einkalífs og hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni. Með öðrum orðum, þótti hún of einhliða og draga taum Samherja í málinu.

Gera megi ráð fyrir kostun

Um frétt Fréttablaðsins um Samherja í dag segir Gunnar Smári ennfremur:

„Er þetta keypt umfjöllun eða ókeypis? Fjölmiðlafyrirtæki sem selur sig einu er líklegt til að gera það aftur. Í raun er skynsamlegra fyrir almenning að gera ráð fyrir allt efni Fréttablaðsins/Hringbrautar sé selt umfjöllunarefninu en að ætla að ekkert af því sé selt.“

Skjáskot af frétt Fréttablaðsins í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni