Kjörtímabil ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er nú hálfnað. Á þessum tíma í fyrra hafði ríkisstjórnin lagt fram alls 31 stjórnarfrumvarp fyrir Alþingi. Í ár eru þau einungis 20 það sem af er. Það er þriðjungsfækkun. Við bætist að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa aðeins mælt fyrir þriðjungi þeirra mála sem ættu að vera komin fram, ef miðað er við þingmálaskrá. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Skýringin er sögð álag í ráðuneytunum, en einnig tafir vegna pólitísks ágreinings um einstök mál.
Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, hefur tekið saman hlutfall framlagðra frumvarpa eftir flokkum ráðherra. Segir hann ljóst hver ræður ferðinni í ríkisstjórninni þegar sú tölfræði er skoðuð:
„Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins væri réttnefni“
Þar má sjá að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram 80% stjórnarfrumvarpa, eða 16, meðan VG hefur aðeins lagt fram eitt:
Frumvörp sem lögð hafa verið fram eftir flokkum ráðherra:
VG: 1 – 5%
Framsókn: 3 –15%
Sjálfstæðisflokkur: 16 – 80%Frumvörp sem til stendur að leggja fram eftir flokkum ráðherra:
VG: 5 – 12,5%
Framsókn: 9 – 22,5%
Sjálfstæðisflokkur: 26 – 65%Samtals áætluð og framlögð frumvörp eftir flokkum:
VG: 6 – 10%
Framsókn: 12 – 20%
Sjálfstæðisflokkur: 42 – 70%
Þegar skoðuð er tölfræðin yfir frumvarp sem ráðherrar hafa lagt fram á yfirstandandi þingi og borið saman við þingmálaskránna, má sjá að Bjarni Benediktsson hefur lagt fram flest frumvörp, eða sjö. Hinsvegar eru 22 frumvörp áætluð frá Bjarna samkvæmt þingmálaskrá og á hann því enn nokkuð í land.
Staða ráðherra er eftirfarandi:
(Fyrri talan eru frumvörp sem lögð hafa verið fram. Seinni talan er fjöldi áætlaðra frumvarpa samkvæmt þingmálaskrá.)