fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Sjáðu myndband Ásmundar af Hverfisgötunni – „Þetta er klikkað“ – „Djöfuls skömm er að þessu“ – „Þvílíkt rugl!“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 1. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Helgason, einn af eigendum Gráa kattarins við Hverfisgötu, hefur lýst raunum sínum sem rekstraraðila í miðbænum á opinskáan og tæpitungulausan hátt á samfélagsmiðlum, vegna þeirra framkvæmda sem staðið hafa yfir á Hverfisgötunni. Segir hann reksturinn hanga á bláþræði og kennir borgaryfirvöldum um vegna tafa, en einnig vegna dónalegs viðmóts, litlu sem engu upplýsingaflæði, og hefur krafist bóta vegna þeirra áhrifa sem framkvæmdirnar hafa haft í för með sér á fyrirtæki í grenndinni.

Sjá nánar: Ásmundur leitar lögmanns – „Ruglið heldur áfram – Er Reykjavíkurborg að reyna að setja okkur á hausinn?“

Sjá einnig: Ásmundur búinn að fá nóg:„Staðurinn okkar Ellu, Grái kötturinn, rétt lafir“ – Krefst bóta frá borginni

Skelfilegt ástand

Ásmundur tók myndband í gær af þeim framkvæmdum sem í gangi voru (sjá neðst í fréttinni) og birti á Facebook og spurði hvernig í ósköpunum fólk ætti að komast til sín að eiga viðskipti:

„Það er svona ástandið þegar maður kemur út úr Kettinum, að það er ekki hægt að fara upp Hverfisgötuna og þar af leiðandi er ekki heldur hægt að koma niður Hverfisgötunar heldur,“

segir Ásmundur og bendir á að lokað sé frá Ingólfsstrætinu frá Laugavegi inn að Hverfisgötunni, þó svo þar sé skilti sem segi að Hverfisgatan sé opin.

„Á skiltinu stendur Hverfisgata opin, en hún er bara harðlæst.“

Þá nefnir Ásmundur að umhverfið sé ekki frýnilegt gangandi vegfarendum:

„Ég held að fólk veigri sér við að labba hérna inn þegar það eru jarðýtur og gröfur á svæðinu.“

Margir lýsa hneykslan sinni í athugasemdakerfinu með ástand mála, sem vísað er til í fyrirsögn.

Ekki staðið við gefin loforð

Ásmundur nefnir einnig að í útboðslýsingu verksins segi að verktaki beri að tryggja sem greiðastan aðgang að svæðinu meðan á framkvæmdum standi:

„En það er svo sannarlega ekki staðið við það.“

Þá nefnir Ásmundur í lokin að loksins hafi Reykjavíkurborg svarað fyrirspurnum hans og ætli að hitta hann á fundi í dag.

Sjón er sögu ríkari:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”