fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Eyjan

Seðlabankastjóri virkur í athugasemdum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. nóvember 2019 13:00

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri - Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, temur sér öllu nútímalegri vinnubrögð en forveri sinn því  ekki er vitað til þess að Már Guðmundsson hafi nýtt sér möguleika Facebook til þess að eiga í opinberum orðaskiptum um efnahagsmál þjóðarinnar.

Þröstur ósáttur

Efnahagsmál eru mörgum hugleikin, ekki síst hagfræðingnum Þresti Ólafssyni, þó svo hann sé kominn á eftirlaun. Þröstur veit sínu viti, er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri verka­manna­fé­lags­ins Dags­brún­ar og einn þeirra sem á mesta heiðurinn af þjóðarsátt­inni svokölluðu árið 1990.

Hann skrifaði færslu á Facebook í fyrradag hvar hann undraðist yfir orðum seðlabankastjóra, um að efnahagssamdrátturinn fengi létta lendingu:

„Hvaða samdráttur ? Hér er allt á fleygiferð. Hagkerfið keyrt á mikilli yfirgetu. Um 30 þús. útlendinga þarf til að láta það ganga snuðrulaust. Það er ljósár utan við getu eðlilegra framleiðsluþátta. Svo endaði hann viðtalið með því að segja -að verið væri að beita peningastefnunni til að skapa ný störf !! Er það nýtt hlutverk Seðlabankans að skapa ný störf í hagkerfi sem er með yfirspenntan vinnumarkað. Ég sem hélt það fremur vera hlutverk ríkisstjórna – eða er þetta bara heldur ódýr stjórnmálaklisja ?“

Svo einfalt er það

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, lætur sér ekkert óviðkomandi þegar kemur að efnahagsmálum, ekki síst þegar gagnrýnin beinist gegn honum, því hann svarar Þresti fullum hálsi, en þó af kurteisi:

„Sæll Þröstur. Ég vil gjarnan benda þér á nýjustu Peningamál. Þar er spáð er lítils háttar samdrætti á þessu ári – og jafnframt að spennan á vinnumarkaði sé horfin. Við þessar aðstæður á Seðlabankinn að örva hagkerfið – og skapa störf með lækkun vaxta. Svo einfalt er það.“

Varhugavert að gefa í

Þröstur er þó ekki tilbúinn til að samþykkja orð Ásgeirs:

„Sæll Ásgeir, ég óska þér til hamingju með þitt mikilvæga nýja embætti. Megi þér farnast vel. Þegar “ áföllin “ (loðnan og WOW, því lítill samdráttur er í tekjum af erlendum ferðamönnum), eru ekki meiri en raun ber vitni, þá er að mínu mat skynsamlegast að sjá hvað setur- anda inn og aftur út. Vinnumarkaðurinn er yfirmettaður, þó slaki kunni að vera í Grýlufirði og á Holtastöðum. Það er varhugavert ef sífellt á að gefa inn meira bensín, þótt hraðinn fari niður í 95 km/klst.“

Hefur seðlabankastjóri ekkert sagt eftir þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“

Lætur fyrrum valdaflokka „í flókinni tilvistarkreppu“ heyra það – „Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna