fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ágúst Ólafur sagður hafa hlaupið á sig – „Ég þooooli ekki svona stjórnmál“ – „Röng framsetning“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. nóvember 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór mikinn á Facebook vegna breytingatillagna ríkisstjórnarinnar um veiðileyfagjöldin í gærkvöldi. Sagði hann að nú ættu skattgreiðendur að borga með útgerðinni, þar sem verið væri að lækka veiðileyfagjaldið um tvo milljarða.

Sjá nánar: Ágúst er brjálaður:„Eiga skattgreiðendur nú að borga með stórútgerðinni?“

Björn Leví Gunnarsson, Pírati og kollegi Ágústs Ólafar í stjórnarandstöðunni, segir að Ágúst fari með fleipur:

„Ég þooooli ekki svona stjórnmál. Þessi lækkun er vegna þess að útgerðin fór í meiri fjárfestingu en gert var ráð fyrir sem lækkar stofninn til veiðigjalds. Það má alveg deila um það fram og til baka hvort það sé gott fyrirkomulag á veiðigjöldunum og þá hvort það hafi verið góð lagasetning stjórnar að fjárfesting kæmi niður á auðlindagjöldunum, sem er þá eins konar ríkisstyrking á fjárfestingu útgerðarinnar. En rétt skal vera rétt, ríkisstjórnin er ekki að lækka veiðigjöldin heldur er þetta útreiknuð stærð miðað við uppsetningu laga.“

Ágúst viti betur

Undir orð Björns Leví tekur Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar:

„Humm… veiðigjöld á útgreðina að minnka. Þetta er beinlínis röng framsetning en einfalt reiknisdæmi ég veit að Ágúst Ólafur veit beitur. Reiknireglum veiðigjalds tóku breytingum í fyrra. Aðalbreytingar voru þær að greiðsla veiðigjalda var færð fram í tíma. Áður voru þau reiknuð af hagnaði tvö ár aftur í tíma en nú voru þau færð nær í rauntíma. Ef lögum hefði ekki vrið breytt um veiðigjöld hefðu tekjur af veiðigjöldum af fiskveiðiárinu 2019-2020 verið 2 milljarðar króna. Það er staðreynd málsins. Ástæða fyrir lækkun veiðigjalda er einfaldlega vegna þess að afkoman er minni í sjávarútvegi, líkt og við greiðum minni tekjuskatt ef við lækkum í launum.
Hlutdeildin hefur ekki minnkað heldur afkoman.
Vill Ágúst Ólafur sjá enn meiri samþjöppun í útgerðinni?, ekki ég. Ég vil sjá öflug meðalstór útgerðarfélög um allt land og líka og þau greiði sanngjarna hlutdeild auðlindagjalds til þjóðarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“