Tillaga að uppbyggingu skrifstofubyggingar og íbúðahúsnæðis við Háaleitisbraut 1 var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í gær. Formaður ráðsins, píratinn Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fagnar þessu á Twitter en þar kemur fram að um 47 nýjar íbúðir sé að ræða og 5 hæða skrifstofubygging, með 125 bílastæðum og 115 hjólastæðum. Alls nemur aukningin 7500 fermetrum.
Þá verður bætt við lóðina tveimur nýjum byggingarreitum og heimilt verður að stækka hús Veitna við Bolholt 5. Einnig er heimild fyrir byggingu fimm hæða skrifstofubyggingu með bílakjallara næst Kringlumýrarbraut og á horni Skipholts og Bolholts er heimild fyrir sex hæða íbúðarhúsi með bílakjallara, sem og þjónustu – og verslunarrými á 1. hæð.
Líkt og margir vita eru höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, sem stendur á sömu lóð við Háaleitisbraut.
Þétting byggðar er alltaf góð. Líka í kringum Valhöll.
47 nýjar íbúðir &
5 hæða ný skrifstofubygging
= Aukning um 7.500 fm2
88 bílastæði verða 125 bílastæði?
0 hjólastæði verða 115? pic.twitter.com/hWlobFmXRD— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) November 6, 2019