Ríkisendurskoðun hefur birt útdrátt af ársreikningi Viðreisnar fyrir árið 2018. Er það fyrsti ársreikningur flokks sem á sæti á Alþingi sem birtur er, en búið er að birta ársreikning Sósíalistaflokks Íslands.
Sjá einnig: Hagnaður hjá Sósíalistum – Fengu styrki frá þekktum mönnum úr viðskiptalífinu
Tekjur Viðreisnar voru 61.1 milljón, en rekstrarkostnaður var 58,7 milljónir og hagnaður því um 2.3 milljónir.
Um 85% framlaga til Viðreisnar voru úr opinberum sjóðum. Stærsti hlutinn kom frá ríkinu, eða tæpar 44 milljónir og þá fékk flokkurinn tæpar sex milljónir frá Alþingi.
Reykjavíkurborg veitti Viðreisn 1.2 milljónir og Mosfellsbær 160 þúsund krónur.
Alls styrktu lögaðilar flokkinn um rúma fjórar milljónir í heild, en hámarkið er 400 þúsund krónur per lögaðila. Það hámark nýttu þrjú fyrirtæki sér, Varðberg, Brim og Síminn, en Varðberg er í eigu Helga Magnússonar, eins stofnenda Viðreisnar.
Framlög einstaklinga námu alls um 5.6 milljónum og var hæsta framlagið frá Páli Árna Jónssyni, sem var á lista Viðreisnar á Seltjarnarnesi í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra. Þar næst koma aðrir þingmenn og borgarfulltrúar Viðreisnar, þau Jón Steindór Valdimarsson með 223.900 krónur, Hanna Katrín Friðriksson með 203,900 krónur og Pawel Bartoszek með 202,400 krónur.
Hér að neðan má sjá framlög frá lögaðilum: