Á tímabilinu 2010 -2018 keypti embætti ríkislögreglustjóra verktakaþjónustu og ráðgjöf fyrir tæplega 3.3 milljarða króna, samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Kostnaðurinn í fyrra var rúmar 438 milljónir, en dýrasta árið var 2014, eða rúm 451 milljón.
Hér má síðan sjá hverjir þáðu greiðslurnar, en um fjölmarga aðila er að ræða, allt frá lögfræðingum, til björgunarsveita, túlka og forritara.
Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hefur verið til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu eftir að átta af níu lögreglustjórum lýstu yfir vantrausti á Harald í kjölfar viðtals hans við Morgunblaðið, þar sem hann sagði óánægjuna með störf hans stafa af aðferðarfræði hans við að taka á spillingu innan lögreglunnar.
Hefur dómsmálaráðherra gefið því undir fótinn að hugsanlega þyrfti að bregðast við með skipulagsbreytingum, sem fælust til dæmis í því að fella starfsemi ríkislögeglustjóra undir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.