fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Logi að stela þrumunni frá Sjálfstæðisflokknum ? – „Hugsun sem við ættum að tileinka okkur“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 09:42

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu hvers markmið er að lækka tryggingagjald og „auka rekstrarlegar ívilnanir“ fyrir smærri fyrirtæki. Hún felur einnig í sér að afnema þak á endurgreiðslur vegna nýsköpunar og þróunar, sem og að gera breytingar á skattalögum til að skapa hvata til fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum og einfalda regluverk.

Hryggjarstykkið fái bakstuðning

Samfylkingin vill með þessu rétta smáum fyrirtækjum (upp að 50 starfsmönnum) hjálparhönd, en um 42% fyrirtækja hér á landi eru með færri en 50 starfsmenn, en flest fyrirtæki hafa færri en 10 starfsmenn og teljast til örfyrirtækja. Eru þau sögð hryggjarstykkið í samfélaginu í greinargerð tillögunnar.

„Við höfum ekki lagt nóga rækt við að búa þessum fyrirtækjum góð skilyrði. Megináherslur stjórnmálanna hafa snúist of mikið um stórfyrirtækin, stórkarlalega uppbyggingu og rekstrarumhverfi þeirra. Samt skila ör- og smáfyrirtæki stórum hluta vergrar landsframleiðslu,“

segir Logi í grein í Morgunblaðinu í dag.

Ættum að tileinka okkur lægri skatta

Logi segir Samfylkinguna hafa tileinkað sér þumalputtareglu frá Evrópu, sem felst aðallega í lækkun skatta á smærri fyrirtæki:

„Í ýmsum Evrópuríkjum er unnið út frá þumalputtareglunni „think small first“, það er að segja „hugsum smátt, fyrst“. Við alla mótun og ákvarðanir sem snúa að atvinnulífinu, ekki síst lög og reglugerðir, eru þarfir lítilla fyrirtækja hafðar að leiðarljósi. Þetta er hugsun sem við ættum að tileinka okkur í ríkara mæli hér á Íslandi líka,“

segir Logi.

Ljóst þykir að erfitt verður fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að hafna slíkri tillögu frá Samfylkingunni, enda gæti hún hæglega verið samin í Valhöll.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“