fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Eyjan

Bolli þylur upp „afrekaskrá” Vinstri grænna í ríkisstjórn og telur spá Drífu hafa ræst

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 08:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bolli Héðinsson hagfræðingur, skrifar í Fréttablaðið í dag um ríkisstjórnarsamstarfið og áhersluatriði VG þar. Hann virðist ekki heillaður af þeim málum sem VG hyggst berjast fyrir á Alþingi:

„Ríkisstjórnin hyggst veikja Samkeppniseftirlitið á þann veg að eftirleiðis geti fyrirtæki metið sjálf hvort samkeppni milli þeirra sé næg …

– Samkeppniseftirlitið mun ekki fá að skjóta málum til dómstóla heldur munu fyrirtækin eiga síðasta orðið … (eins og þegar útgerðir láta eigin vigtun á afla gilda um það magn sem þær koma með að landi, ekki það sem hafnarvogin vigtaði. Nú vilja fleiri fyrirtæki fá að njóta sama sjálfdæmis.)

– Ríkisstjórnin hyggst lækka erfðafjárskatt …

– Ríkisstjórnin hyggst koma á fót þjóðarsjóði fyrir arðinn af auðlindum þjóðarinnar, en arðurinn af sjávarútvegsauðlindinni er ekki hafður með … (eins og ríkisstjórnin telji fiskimiðin ekki meðal eigna þjóðarinnar, sem henni beri að hafa neinn arð af.)

– Þjóðarsjóðinn á síðan að fela einkafyrirtækjum (á borð við Gamma) að ávaxta í stað Seðlabankans sem hefur boðist til að taka það að sér á svipaðan hátt og gert er í Noregi.”

Bolli nefnir síðan að VG hafi þegar náð orkupakka 3 í gegn:

„Pakka sem þau hefðu verið algjörlega mótfallin ef þau hefðu ekki verið í ríkisstjórn.“

Stríðir gegn grundvallarsjónarmiðum

Bolli gerir lítið úr árangri VG, það séu aðallega umhverfismál sem allir séu sammála um, en það sem á undan var talið upp stríði gegn stefnu VG:

„Á hátíðarstundum í flokksstarfi Vinstri grænna eru hins vegar talin upp afrek þeirra í ríkisstjórnarsamstarfinu. Upptalning VG á árangri er í besta falli almennar yfirlýsingar um náttúruvernd og loftslagsmál og eingöngu í málaflokkum sem nær allir eru sammála um. Ætla má að málefnin sem talin eru upp hér í byrjun stríddu gegn þeim grundvallarsjónarmiðum sem VG segist standa fyrir í orði kveðnu a.m.k.”

Spá Drífu muni rætast

Þá minnist Bolli á Drífu Snædal, forseta ASÍ, sem sagði sig úr VG vegna þeirrar ákvörðunar forystunar að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, sem hún líkti við ofbeldissamband og að éta skít vegna spillingar og skorts á trúverðugleika. Taldi hún daga VG talda:

„Með ákvörðuninni um stjórnarviðræður setti flokkinn niður, trúverðugleikinn laskaðist verulega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt uppdráttar næstu árin og áratugina.“

Um þetta segir Bolli:

„Við myndun ríkisstjórnarinnar greindi núverandi forseti ASÍ, sem er fyrrverandi framámaður í VG, frá því hvert hún teldi að yrði hlutskipti VG í ríkisstjórninni. Svo virðist sem forspá hennar sé nú þegar orðin að áhrínsorðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Heiða Björg borgarstjóri: Markaðurinn þarf ramma – mann langar að hafa eitthvað fallegt að horfa á

Heiða Björg borgarstjóri: Markaðurinn þarf ramma – mann langar að hafa eitthvað fallegt að horfa á
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu