fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Eyjan

Vigdís segir heimilislausa líða fyrir lúxus borgarstjóra – „Sumir kunna ekki að skammast sín“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. nóvember 2019 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdirnar sem ganga undir verkheitinu „Þingholt, torgin þrjú“ fela í sér endurbætur á Baldurstorgi, Freyjutorgi, og Óðinstorgi, eins og vegfarendur í miðborginni hafa vafalaust tekið eftir í sumar. hafa 300 milljónir verið eyrnamerktar verkefninu

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, virðist hafa allt á hornum sér þegar kemur að þessum framkvæmdum, en hún gagnrýnir framkvæmdina í dag fyrir seinagang, og birtir myndir frá staðnum, en hún hefur áður gagnrýnt framkvæmdina fyrir að þrengja að fjölskyldubílnum.

Hiti í götu framar heimilislausum

Þá telur hún að borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, sem býr við Óðinstorg, eigi að skammast sín fyrir að hafa hag af framkvæmdunum sjálfur, á meðan úrræði fyrir heimilislausa hafi ekki komist í framkvæmd:

„Æi hvað er gott að vera borgarstjóri – gott að fara þurrum fótum út allt árið – snjóbræðsla á alla kanta rétt niður fyrir húsið. Skrúðgarðurinn/Óðinstorg notað sem miðstöð fyrir framkvæmdirnar og langt í að það verði komið í notkun – samt voru tæplega 300 milljónir skrifaðar á torgið. Á meðan hafa t.d. smáhýsi fyrir heimilislausa ekki risið. Sumir kunna ekki að skammast sín.“

Fjölgun smáhýsa

Samþykkt var í borgarráði í fyrra að verja 450 milljónum til að kaupa allt að 25 smáhýsi, sem verða tengd við veitukerfi. Verið var að kanna slík smáhýsi og lóðir sem hentað gætu fyrir þau. Kaup af slíkum smáhýsum voru sögð falla að skaðaminnkunarverkefninu „Húsnæði fyrst (Housing first)“ og er liður í aðgerðaráætlun í málefnum utangarðsfólks. Í samþykkt borgarráðs segir að mikilvægt sé að hrinda ofangreindu í framkvæmd sem fyrst, bæði vegna skjólstæðinga velferðarsviðs og þess tíma sem Félagsbústaðir hafa til að nýta sér samþykktan stuðning á þessu ári.

Sjá nánar: Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi

Þrengt að fjölskyldubílnum

Eyjan greindi frá því þann 12. október þegar Vigdís gagnrýndi framkvæmdirnar fyrir að þrengja að fjölskyldubílnum og tjáði sig með rauðum, grátandi tjáknum, með tunguna lafandi út úr sér, til marks um óánægju sína:

Sjá nánar: Vigdís vægast sagt ósátt við fegrunaraðgerðir borgarstjóra – „???“ -Myndir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör