fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Þorsteinn um sérsamninginn- „Full ástæða til að fá nánari skýringar á þessu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 1. nóvember 2019 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningur Más Guðmundssonar, þáverandi seðlabankastjóra við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans, upp á 18 milljónir króna í formi námsstyrks, er tilefni til frekari rannsóknar á starfsemi bankans og þeirra samninga sem Már Guðmundson kom að.

Þetta segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins við Eyjuna. Hann hyggst beina fyrirspurn um málið til forsætisráðherra sem hann vill að beiti sér í málinu:

„Já ég get alveg hugsað mér það. Þetta er eitt mál af fleirum sem hafa komið í ljós á þessum tíma og mér finnst full ástæða til að fá nánari skýringar á þessu. Persónulega hef ég mikinn áhuga á að heyra meira um þetta mál. Það hefur komið fram að það eru fleiri starfsmenn seðlabankans sem hafa fengið slíka styrki, þó ekki fyrir slíkar fjárhæðir. En mér finnst einboðið að Seðlabankinn gefi meira upp um öll málin, en þó sérstaklega þetta mál,“

sagði Þorsteinn.

Ingibjörg á sérsamningi

Minnst fimm aðrir starfsmenn seðlabankans hafa þegið styrki frá bankanum vegna háskólanáms, en þó hvergi nærri þeim upphæðum sem Ingibjörg fékk, að sögn Seðlabankans. Þá innihéldu þeir einnig ákvæði um að starfsmennirnir sneru aftur til starfa fyrir bankann, en það ákvæði var ekki í samningnum við Ingibjörgu og sagði Már Guðmundsson í viðtali að samningurinn væri af þeim ástæðum „sérstakur“ enda hefði Ingibjörg sýnt „stjörnuleik“ í störfum sínum.

Var ákvörðunartakan alfarið í höndum Más Guðmundssonar og í svörum Seðlabankans er vísað í 23.grein laga um Seðlabanka Íslands, sem tilgreina að seðlabankastjóri beri ábyrgð á rekstrinum og fari með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans.

Meiri ábyrgð í einkageiranum

Vitað er til þess að í einkageiranum sé gerðir margir slíkir samningar er kveða á um styrki starfsmanna til náms. Munurinn á þeim og samningnum sem gerður var við Ingibjörgu er hinsvegar sá, að ætlast er til þess af styrkþeganum að hann greiði styrkinn til baka í formi vinnu, eftir að námi lýkur. Því sé styrkurinn eins konar fjárfesting atvinnurekandans í viðkomandi starfsmanni.

Hinsvegar hvarf Ingibjörg til annarra starfa eftir nám sitt og því vandséð hvernig Seðlabankinn hagnaðist á fjárfestingu sinni. Í raun má segja að um bónus hafi verið að ræða fyrir Ingibjörgu.

„Það sem skilur á milli Seðlabankans og einkafyrirtækja er að þeir sem taka ákvarðanir um slíka styrki hjá einkafyrirtækjum eru dregnir til ábyrgðar á hluthafafundum ef eigendum líkar ekki við störf þeirra eða gjörðir. Og eigendur og stjórnendur eru þannig í fullum rétti til að gera samninga sem þeir telja þjóna sínum hagsmunum sem best. En í þessu máli erum við að tala um opinbert fé. Seðlabankinn er í eigu þjóðarinnar og á að hafa eftirlit með öðrum og slík stofnun þarf að ganga undan með góðu fordæmi. Ég get ekki séð að það hafi verið gert í þessu tilfelli, því miður,“

segir Þorsteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“