fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Hótelgeirinn heldur velli þrátt fyrir fækkun ferðamanna – Herbergjanýting ásættanleg

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 1. nóvember 2019 14:30

Ferðamenn með töskur í eftirdragi eru algeng sjón í mörgum borgum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengri meðaldvalartími erlendra ferðamanna hér á landi og tilfærsla á eftirspurn frá Airbnb og sambærilegri gistingu í átt til hótela eru meðal helstu orsaka þess að gistinóttum á hótelum hefur fækkað mun minna en komum erlendra ferðamanna það sem af er ári, samkvæmt Korni Íslandsbanka.  Á Norður- og Austurlandi hefur gistinóttum fjölgað í ár, sem er sögð endurspegla kærkomna þróun í átt til jafnari dreifingar ferðamanna um landið. Þrátt fyrir talsverða fjölgun hótelrýma er nýtingarhlutfall íslenskra hótela enn vel ásættanlegt í alþjóðlegu tilliti.

Það sem af er ári hefur gistinóttum á hótelum fækkað um tæplega 2% en áætluðum gistinóttum í gegn um Airbnb og svipaðar vefsíður hefur hins vegar fækkað um nærri 10%. Virðist því sem hlutfallslega stór hluti fækkunar ferðamanna endurspeglist í minni Airbnb-gistingu. Ástæður þessa eru væntanlega bæði breytt samsetning ferðamanna, þar sem þeim ferðamönnum sem eru sparastir á ferðakostnað hefur fækkað meira en hinum, en einnig hertur reglurammi og meiri eftirfylgni við reglur um Airbnb gistingu.

Herbergjanýting ásættanleg

Í Korni Íslandsbanka er einnig nefnt að talsvert hafi verið fjallað um öra uppbyggingu hótelrýma og hvort hætta sé á offramboði hótelgistingar á komandi misserum:

„Er til að mynda bent á þetta sem áhættuþátt í nýlega birtum Fjármálastöðugleika Seðlabankans. Enn sem komið er virðist þó nýting íslenskra hótela vera vel ásættanleg. Þannig var herbergjanýting í hérlendum hótelum 74% í september sl., sem er lækkun um ríflega 4 prósentustig frá sama mánuði í fyrra. Framboð gistirýmis hefur hins vegar aukist um ríflega 6% á sama tíma. Frá áramótum nemur hótelnýtingin að jafnaði 66% samanborið við ríflega 70% á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Í alþjóðlegum samanburði þykir 66% nýting allmyndarleg þótt á móti megi benda á að hár launakostnaður setur þrýsting á að ná betri nýtingu hérlendis en gengur og gerist víða erlendis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi