fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Eyjan

Söfnun hafin fyrir Báru vegna málaferla Klaustursþingmanna

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 9. október 2019 09:20

Bára Halldórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söfnun er hafin fyrir málskostnaði Báru Halldórsdóttur á Karolinafund vegna málaferla Klaustursþingmanna á hendur henni, en sem kunnugt er þá tók Bára upp samtal sex þingmanna sem varð að hinu alræmda Klausturmáli.

Lögmannsstofan Réttur rekur málið fyrir Báru og veitir henni auk þess verulegan afslátt. Það sem eftir stendur eru um 300.000 krónur sem um 10% af raunkostnaði, samkvæmt tilkynningu.

Hópurinn „Takk Bára” efnir nú til söfnunar til að greiða þennan kostnað að fullu. Þau sem þegar hafa lagt söfnuninni lið eru listamennirnir Hugleikur Dagsson, Sara Oskarsson, Harald Bilson, Ragnhildur Jóhannsdóttir, Jóhann Ludwig Torfason, María Gísladóttir, Ragnar Jón Ragnarson (Humi), Þrándur Þórarinsson, listafólkið á bak við sýninguna Drag-Súgur, auk Margrétar Erlu Maack með sýninguna Búkalú. Áhugasamir geta enn lagt til verk í söfnunina.

Slá skjaldborg um Báru

„Takk Bára”-hópurinn var stofnaður til að slá skjaldborg um Báru eftir að hún kom fram sem uppljóstrarinn Marvin eftir að hafa tekið upp samtal þingmanna á Klaustri bar í nóvember í fyrra og komið upptökunni til fjölmiðla.

„Hópurinn hefur frá upphafi snúist um móralskan stuðning við Báru sem og mögulegan mögulegan fjárhagslegan stuðning vegna kostnaðar hennar við málaferli og annað umstang sem fylgir því að standa í eldlínunni. Margt fólk hefur lýst yfir áhuga sínum á að leggja Báru lið fjárhagslega þegar á að halda. Nú er svo komið að kostnaður Báru liggur fyrir vegna rannsóknar og úrskurðar Persónuverndar sem Klaustursþingmenn fóru fram á. Málaferlum er lokið – í bili allavega,“

segir í tilkynningu.

Töluverður óbeinn kostnaður

Ýmis kostnaður, beinn og óbeinn, hefur fallið á Báru vegna málsins annar en lögfræðikostnaður, svo sem ferðalög, aukinn lækniskostnaður vegna álags, vinnutap konunnar hennar og fleira, og mun allt sem safnast í þessu átaki einfaldlega renna til Báru fyrir utan 10% söfnunarkostnað sem fer til Karolina Fund.

Markmiðið er að safna fyrir lögfræðikostnaðnum en allt umfram það nýtist Báru í að rétta sig af fjárhagslega.

„Mörg ykkar hafa verið að bíða eftir því að geta sagt „Takk Bára” í formi fjárframlags. Sá tími er kominn. Gerum þetta saman!“

segir í tilkynningu.

Þeir sem frekar vilja leggja inn á bankareikning geta lagt inn á reikning í eigu Rannveigar vinkonu Báru: 0303-26-2817 kt. 171279-5779 

Fyrir þá sem hafa áhuga á því sem Bára er að gera þá hefur hún opnað nýja heimasíðu þar sem eru tenglar á alla helstu miðla sem hún heldur úti http://citizenb.org/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði