fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Segir Viðreisn taka sér stöðu vinstramegin við „alræmdu“ vinstristjórnina

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 9. október 2019 12:08

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins skýtur föstum skotum á Viðreisn vegna hugmynda þeirra um þriggja þrepa erfðafjárskatt í dag og miðað við hvaða skoðunum Davíð Oddsson, annar ritstjóra Morgunblaðsins hefur lýst á þeim flokki, má ætla að hann haldi um penna:

„Athygli vekur að á sama tíma og fjármálaráðherra setur fram hugmyndir um að bæta við einu lægra þrepi stíga þingmenn Viðreisnar fram og kynna frumvarp um erfðafjárskatt í þremur þrepum, 10%, 15% og 20%. Með þessu tekst þeim að ganga mun lengra í þá átt að flækja skattkerfið, auk þess að leggja til að skatthlutfallið verði hækkað verulega. Hvers vegna hafa þingmenn Viðreisnar svo mikinn áhuga á að taka sér stöðu vinstra megin við vinstristjórnina alræmdu?“

Tveggja þrepa skattur

Einn þeirra fjölmörgu skatta sem vinstristjórnin lagði á milli 2009 og 2013 var erfðafjárskattur. Hann skal greiða af öllum fjárverðmætum, að frádregnum skuldum og kostnaði, er við skipti á dánarbúi renna til erfingja og hið sama gildir um fyrirframgreiddan arf. Fyrst var flatur 5% skattur, en síðan hækkaði hann í 10%.

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins minnist á þetta í dag, en vill að skatturinn verði aflagður að fullu:

„Þennan skatt hefði að sjálfsögðu átt að færa niður í fyrra horf þegar stefnu vinstristjórnarinnar hafði verið hafnað, en var ekki gert. Nú hefur fjármálaráðherra kynnt áform um frumvarp sem ætlað er að vinda að hluta til ofan af þessari skattahækkun, en gerir það því miður ekki að fullu og mun að auki flækja kerfið. Áformin ganga út á að taka upp þrepaskipt erfðafjárskattkerfi, sem er í þeim anda sem núverandi ríkisstjórn starfar, að fjölga skattþrepum,“

segir í leiðaranum.

Um er að ræða tveggja þrepa skatt, 10 prósentin og annað fimm prósenta þrep fyrir fjárhæðir undir 75 milljónum, en fyrirframgreiddur arfur verður áfram í 10 prósenta þrepinu.

„Þessar hugmyndir eru framfaraskref, þó að smátt sé, en vonandi er að skrefið verði stigið til fulls og skattþrepið verði eitt og ekki hærra en 5%“

segir í leiðaranum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum