fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Flugsérfræðingur klórar sér í kollinum yfir WOW 2: „Ekkert af þessu gengur upp“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 9. október 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir aðilar sem hyggjast hefja flugrekstur á næstunni og ganga undir heitunum WOW 2 og WAB, eru sagðir ætla að opna bókunarkerfi sín þann 15. október, samkvæmt ViðskiptaMogganum í dag.

Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að flug WOW 2 hefðist um miðjan þennan mánuð en því hefur verið seinkað til desember og er talið að WAB muni ekki fljúga fyrr en í lok nóvember, þó svo bókunarkerfið verði komið upp áður.

Gengur ekki upp

Ben Schlappig er mikill áhugamaður um flug og heldur úti vinsælu flugbloggi þar sem hann veltir fyrir sér seinkuninni á flugáætlun WOW 2. Hann segir allar áætlanagerðir félagsins vera furðulegar (bizarre) og líkir þeim við Global Ghana flugfélagið og Baltia, en þau þykja víst ekki fínn pappír í bransanum.

Segir Schlappig að WOW 2 virðist ekkert ætla að læra af fyrirrennara sínum WOW air og telur hann að Michele Ballarin, sem stendur að baki WOW 2, sé að gera mikil mistök með að fresta fluginu fram í desember:

„Ég meina, í alvöru? Það gæti ekki valist verri árstími til að hefja flug milli Íslands og Bandaríkjanna, bókstaflega.“

Schlappig segir einnig að hann nái ekki utan um hvað sé á seyði hjá Ballarin:

„Þú ert með virkilega efnað fólk á bak við félagið, sem eru með reynslu af flugrekstri, en það er ekki heil brú í neinu hjá þeim,“

segir Schlappig og bendir á að engar viðræður hafa farið fram á milli Ballarin og Dulles flugveallarins í Washington þó svo ráð sé fyrir gert að hefja flug þaðan innan tveggja mánaða. Þá hafi talsmenn WOW ítrekað lofað því að flug hefðist í október.

Schlappig nefnir einnig að það sem Ballarin hafi þegar gefið út, eins og að fenginn verði þriggja stjörnu kokkur til að bæta næringargildi matsins um borð og nota eigi nýja tækni til að flýta fyrir því að farþegar gangi um borð, komi flugrekstrinum ekki beint við og sé aukaatriði.

Reyna að ná hagstæðari leigu

Í tilkynningu frá Ballarin vegna seinkunarinnar, var nefnt að nokkrar breytingar hefðu átt sér stað í flugrekstri að undanförnu sem félagið vildi reyna að nýta sér, til leigu á flugvélum sem bauðst ekki fyrr í sumar, en þar vísar Ballarin til þess að leiguverð hafi lækkað vegna þess að ýmis lággjaldaflugfélög hafa hætt starfsemi.

Að baki WOW 2 standa Michele Ballarin einnig þekkt sem  Michele Roosevelt Edwards, sem nýtur aðstoðar Gunnars Steins Pálssonar, almannatengils, og Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns.

Að baki WAB (We are back) standa meðal annars ýmsir fyrrverandi starfsmenn WOW air, en í forsvari er Sveinn Ingi Steinþórsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“