fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Sósíalisti hjá Reykjavíkurborg klagar GAMMA stofnanda til Ríkisskattstjóra – „Ég gerði skyldu mína“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 8. október 2019 12:30

Agnar Tómas Möller - Mynd-Gamma

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Eyvindsson, starfsmaður Reykjavíkurborgar, deilir skjáskoti af fyrirspurn sinni á vefsvæði Ríkisskattstjóra inn í Sósíalistaflokk Íslands á Facebook, hvar hann spyr hvort verið sé að rannsaka Agnar Tómas Möller, einn af stofnendum GAMMA og fyrrverandi sjóðstjóra og framkvæmdastjóra sjóða félagsins. Ef ekki, telji hann tilefni til þess og vísar í tekjublað Stundarinnar sem birti laun Agnars.

Agnar, sem var áður í áhættustýringu hjá Kaupþingi, hætti störfum hjá GAMMA í maí og fór yfir til Júpíters, sem forstöðumaður skuldabréfa, en Júpíter er félag í eigu Kviku banka.

Pétur skrifar til Ríkisskattstjóra að hann telji fulla ástæðu til að „skoða“  Agnar og vonar að starfsmenn Ríkisskattstjóra séu faglegir en ekki „innmúraðir spillingarpésar flokksins.“

Nokkur reiði ríkir á samfélagsmiðlum vegna hruns sjóða GAMMA frá áramótum, úr 4.4 milljörðum niður í 40 milljónir. Hafa margir spurt sig hvernig þetta hafi getað gerst og hvort eitthvað misjafnt hafi átt sér stað. Hafa þingmenn kallað eftir rannsókn á málinu.

Hér að neðan má sjá skjáskot af beiðni Péturs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“