Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gagnrýnir óvissuna varðandi fjármögnun samgöngusáttmálans sem borgarstjóri ræddi í Kastljósinu í gær:
„Dagur B Eggertsson staðfesti í Kastljósi kvöldsins að fjárhagsáætlanir „samgöngupakkans“ væru á frumstigi. Hann staðfesti ennfremur að ekki liggur fyrir hver eigi að borga þegar verkefnið fer fram úr áætlun.Sem er viðbúið. Stærsti hluti fjármögnunarinnar upp á heila 60 milljarða króna á að koma af veggjöldum. Innheimta þeirra er óútfærð. Oft hefur verið tilefni til að spyrja spurninga þegar opinberir aðilar ráðast í fjárfestingar,“
segir Eyþór og nefnir að ýmis mál komi upp í hugann, líkt og Sorpa, Vaðlaheiðagöng, Landeyjarhöfn og Bragginn:
„Þegar við bætist svo að síðasti samningur í samgöngumálum milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins frá 2012 hefur ekki náð samningsmarkmiðum sínum í eitt einasta ár er ekki nema von að menn spyrji sig spurninga. Er það ekki hið eina rétta – áður en lengra er haldið?“