fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Eyjan

Øygard vildi hafa uppi á milljörðum banksterana en mætti mótspyrnu – „Þrota­búin hefðu átt að gera meira“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 8. október 2019 11:30

RÚV skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svein Har­ald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands, segir í nýútkominni bók sinni „Í víg­línu íslenskra fjár­mála“ að hann hafi viljað láta elta uppi það fé sem eigendur bankanna tóku út úr þeim með vafasömum hætti rétt fyrir hrun:

„Að mínu mati voru þrotabú hrundu bank­anna í kjörað­stöðu til þess að elta uppi fjár­magnið á flótta/Ég mælti með því að allt yrði reynt.“

Øygard nefnir að hann hafi mætt mótspyrnu varðandi þessar hugmyndir sínar, án þess að greina nánar frá því hverjir veittu hana og á hvaða forsendum:

„Þegar ég mætti mót­spyrnu lét ég bók­færa álit mitt í fund­ar­gerð. Ég er enn þeirrar skoð­unar að þrota­búin hefðu átt að gera meira til þess að hafa uppi á sjóðum sem voru lík­lega í fel­u­m.“

Hann segir að mörg lán hafi verið veitt með vafasömum hætti og í gegnum vensl og peningarnir oft sendir í skattaskjól í löndum þar sem eignarhaldið væri óljóst og ógagnsætt með öllu.

Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi í gegnum tíðina um hvert allir þeir milljarðar sem teknir voru út úr bönkunum fyrir hrun fóru og hvort ekki ætti að gera tilraun til þess að hafa uppi á þeim, en ekki er vitað um slíkar tilraunir af hálfu hins opinbera.

Gylfi Zoega hagfræðiprófessor sagði í grein í Vísbendingu í fyrra að hluti fjárins hefði tapast í erlendum fjárfestingum og einhverju hefði verið komið undan í skattaskjól, en ekki væri hægt að segja til um neinar upphæðir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu