fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Segja skerðingar í fjárlagafrumvarpi veikja almannaþjónustu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. október 2019 11:00

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsendur fjárlagafrumvarpsins sem er til umfjöllunar á Alþingi byggja á kaupmáttarrýrnun launa ríkisstarfsmanna og niðurskurði til mikilvægra málaflokka sem mun valda meira álagi á starfsfólk sem starfar nú þegar undir of miklu álagi og grafa undan þjónustunni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn BSRB um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Í tilkynningu frá BSRB segir að áformaður niðurskurður í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2020 muni bitna á opinberri þjónustu með ýmsum hætti. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir því minni fjármunum til reksturs sjúkrahúsa landsins, heilbrigðisstofnana og hjúkrunarheimila og þá nemur niðurskurður til löggæslu sem svarar hátt í 30 stöðugildum lögreglumanna. Ánægjulegu tíðindin hvað heilbrigðismál varðar séu aukin framlög til heilsugæslu og áframhaldandi uppbygging húsnæðis Landspítala og hjúkrunarrýma:

„Atgervisflótti og veikindi starfsmanna í almannaþjónustu vegna skipulags og aðbúnaðar á vinnustað er kostnaðarsamur og tímabært að stjórnvöld grípi til aðgerða. Skilaboðin sem fjárlagafrumvarpið sendir inn í yfirstandandi kjaraviðræður eru ekki til þess fallin að vekja von um að ríkið sem atvinnurekandi hafi skilning á brýnni nauðsyn bættra kjara, starfsumhverfis, heilsu og öryggi starfsmanna sinna eða þeim afleiðingum sem slík þróun hefur fyrir þá mikilvægu þjónustu sem ríkið veitir,“

segir í umsögn BSRB.

Fleiri skattþrep  

BSRB lýsir yfir ánægju með fjölgun skattþrepa og lægri skattbyrði tekjulægra fólks en kallar eftir því að skattalækkunin verði fjármögnuð með viðbótarskattþrepi fyrir ofurlaun og auðlegðarskatti á stóreignafólk. Sömuleiðis kallar bandalagið eftir því að samsköttun hjóna og sambúðarfólks verði afnumin líkt og ríkisstjórnin boðaði í vor.

BSRB mótmælir því að greiðslur almanna- og atvinnuleysistrygginga hækki ekki að krónutölu til jafns við laun á almennum vinnumarkaði og kallar eftir kerfisbreytingu á örorkulífeyri til jafns við ellilífeyri til að vinna gegn fátækt í hópi öryrkja.

Stuðningur stjórnvalda

Í umsögn sinni fagnar BSRB því að stofnframlög ríkisins til almennra íbúða eigi áfram að nema um 600 íbúðum árlega. Hins vegar er þróunin á framlögun til vaxtabóta og húsnæðisbóta áhyggjuefni. Í stað þess að veita tekjulægra fólki skattaafslátt vegna vaxtakostnaðar með vaxtabótakerfinu er hærri fjárhæðum varið til skattaafsláttar vegna notkunar á séreignasparnaði sem tekjuhærri einstaklingar nýta til húsnæðisöflunar í mun meira mæli en þeir tekjulægri.

BSRB hefur lengi talað fyrir lengra fæðingarorlofi og fagnar því að lengja eigi það úr 9 mánuðum í 12 á næstum tveimur árum. Í umsögn bandalagsins er þó bent á mikilvægi þess að skipta fæðingarorlofsmánuðum jafnt á milli foreldra til að vinna gegn kjaramuni kynjanna. Þá þurfi að hækka hámarksgreiðslur, tryggja tekjulægstu hópunum fæðingarorlof án skertra tekna og tryggja dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi. Þá er lögð áhersla á að barnabætur eigi að vera almennur stuðningur við fjölskyldur og draga þurfi úr bröttum tekjutengingum kerfisins.

Félagslegur stöðugleiki mikilvægur

Í umsögn BSRB er áréttað að eitt helsta baráttumál bandalagsins er réttlátt samfélag sem byggir á jöfnuði.

„Ein af forsendunum fyrir stöðugleika á vinnumarkaði er styrk stjórn í landsmálunum þar sem áherslan er á félagslegan stöðugleika ekki síður en hinn efnahagslega, enda verður annað ekki til án hins. Þannig ætti stefna stjórnvalda að endurspegla mikilvægi uppbyggingar velferðarþjónustunnar í stað þess að draga úr getu hennar til að veita þjónustu.“

Lesa má umsögn BSRB um fjárlagafrumvarpið í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð