fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Undrast litla samstöðu kvenna með Agnesi – „Oft verið skilin ein eftir á berangri“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 31. október 2019 08:54

Agnes M. Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir kemur biskup Íslands til varnar í leiðara Fréttablaðsins í dag, en Agnes M. Sigurðardóttir vakti mikla athygli fyrir siðrofs ummæli sín í vikunni. Sagði hún að siðrof hefði átt sér stað þegar hætt var að kenna kristnifræði í skólum, sem skýrði það litla traust sem þjóðin hefði á þjóðkirkjunni.

Kolbrún segir að þetta hafi máske verið klaufalega orðað hjá Agnesi, en það hafi ekki krafist háskólamenntunar að skilja inntakið hjá henni:

„Fólk notar ekki alltaf heppilegustu orðin. Siðrof var kannski ekki besta orð sem Agnes gat notað í þessu samhengi. Flestir hafa þó örugglega gert sér grein fyrir að með orðum sínum um siðrof var biskup ekki að segja að börn landsins væru siðlaus eða að þjóðin væri óalandi og óferjandi. Ekkert í viðtalinu gaf það til kynna og auk þess hefði það verið algjörlega úr karakter fyrir Agnesi að lýsa slíkri skoðun, en hún hefur ætíð talað máli kærleika og umburðarlyndis. Ýmsir kusu samt að túlka orð hennar á versta veg. Það þykir henta.“

Skortur á kvennasamstöðu

Kolbrún nefnir að hvað eftir annað hafi það sýnt sig að um leið og Agnes tjái sig súpi ákveðnir hópar hveljur og lýsi hneykslan sinni á samfélagsmiðlum. Hinsvegar sé skortur á kvennasamstöðu þegar komi að Agnesi:

„Agnes hefur á embættistíð sinni reglulega fengið á sig mikla og harða gagnrýni og ekki ber mikið á því að farið sé í vörn fyrir hana. Það vekur til dæmis nokkra furðu hversu lítinn stuðning kynsystur hennar veita henni. Það er lítið gagn að því að blaðra fjálglega um mikilvægi samstöðu kvenna, það þarf að sýna hana í verki þegar þörf er á. Agnes Sigurðardóttir hefur allt of oft verið skilin ein eftir á berangri. Ekki verður annað séð en að hún taki því hlutskipti af kristilegu þolgæði. Er það vitanlega til fyrirmyndar í samfélagi þar sem kveinað er yfir minnsta mótlæti.“

Hlutverk biskups

Kolbrún nefnir að biskup sé aðeins að vinna vinnuna sína og gera það sem ætlast sé til af henni:

„Agnes Sigurðardóttir er biskup landsins og það er hlutverk hennar að standa vörð um kristna trú. Það hefur hún gert af mikilli staðfestu og heldur því ótrauð áfram. Vitaskuld er biskup fylgjandi því að biblíusögur séu kenndar í skólum og vill sömuleiðis að þeim sé haldið að börnum á heimilum landsins. Biskupi getur ekki staðið á sama um trúaruppeldi æsku landsins. Þetta blasir við og ætti ekki að hneyksla nokkurn mann.“

Sterkur hljómgrunnur

Þá nefnir Kolbrún einnig að þó eitthvað fækki í þjóðkirkjunni, eigi prestar að standa keikir, þar sem enn mæti fólk á ýmsa viðburði kirkjunna, skírnir, fermingar og brúðkaup:

„Fólk er stöðugt að sækja í þjónustu kirkjunnar. Það þarf ekki að vera heittrúað til þess, það getur jafnvel haft litla trúarvitund. Það kemur samt í kirkjuna. Enginn er að draga það þangað. Það er að sækja í þjónustu sem það vill fá. Þjónustu sem hvílir á kristnum gildum. Þessu eiga kirkjunnar þjónar að fagna en ekki ganga hnípnir til starfa sinna. Kirkjan á sterkan á hljómgrunn meðal landsmanna. Þannig mun það vera áfram, þrátt fyrir áköf hróp þeirra sem amast við kristinni trú. Kirkjan á ekki að sýna uppgjöf heldur fagna hverjum þeim sem gengur inn í hús hennar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á