fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Össur um klósettmálið: „Nú fetar Dagur í mitt fótspor – ekki slæm arfleifð – eða hvað?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 31. október 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan fjallaði um fyrr í dag að framkvæmdir um klósettaðstöðu í Gufunesbæ væru komnar inn í íbúakosningu Reykjavíkurborgar sem nú stendur yfir, en 20 milljónir eru eyrnamerktar verkefninu.

Hinsvegar var sama framkvæmd samþykkt af meirihlutanum í fyrra og á því hvort sem er að koma til framkvæmdar, óháð niðurstöðu kosninganna.

Sjá nánar: Íbúakosning Reykjavíkurborgar sögð undarleg – Kosið um klósett sem var þegar á fjárhagsáætlun

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, gerir nett grín að þessu máli í færslu á Facebook:

„Þegar ég var umhverfisráðherra stríddi íhaldið mér á þvi að ég hefði náð þeim stórkostlega árangri að láta gera klósett á Hornströndum. Seinna var ég með Birni Bjarnasyni í Þingvallanefnd og Guðlaugur Þór – sem þá flaðraði minna upp um Björn en í dag – sagði að ég væri alltaf á uppleið. Eftir tíu ára starf lægi það eftir okkur Björn að hafa gert 30 klósett á Hakinu. – Nú fetar Dagur í mitt fótspor og stendur fyrir íbúakosningu um klósett í Gufunesi. Þetta er ekki slæm arfleifð – eða hvað?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda