fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Íbúakosning Reykjavíkurborgar sögð undarleg – Kosið um klósett sem var þegar á fjárhagsáætlun

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 31. október 2019 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur yfir íbúakosning Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, þar sem allir borgarbúar yfir 15 ára aldri geta kosið um ýmis verkefni í sínu hverfi sem þeir vilja að komið verði í framkvæmd.

Meðal verkefna sem kosið er um er uppsetning salernisaðstöðu við Gufunesbæ, en 20 milljónir eru eyrnamerktar því verkefni.

Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir hinsvegar á í færslu á Facebook að sú framkvæmd hafi þegar verið samþykkt í fyrra í samgöngu- og skipulagsráði:

„Núna er verið að kjósa um hverfið mitt. Ein af þeim hugmyndum sem er hægt að kjósa um er salernisaðstaða í Gufunesbæ.
?Það er undarlegt að það sé verið að kjósa um þetta verkefni núna þar sem ég lagði þetta til og fékk það samþykkt 12, des 2018,“

segir Valgerður og birtir fundargerðina. Þar segir að tillagan sé samþykkt og láta fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar bóka eftirfarandi:

„Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir fjármagni í uppbyggingu almenningssalerna og þar er m.a. eyrnamerkt fé fyrir slíka aðstöðu í Gufunesi. Það er fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar í samgöngu- og skipulagsráði því bæði ljúft og skylt að samþykkja þessa tillögu enda er hún nú þegar á áætlun og segja má að hún hafi verið samþykkt að lokinni annarri umræðu um fjárhagsáætlun sem fram fór í borgarstjórn í síðustu viku.“

Ekki eigi að velja milli gangstéttar og ærslabelgs

Valgerður sagði við Eyjuna að hún þekkti ekki til þess hvort þetta væri einsdæmi hjá borginni og þá ekki verið framkvæmd þar sem þau hlutu ekki kosningu til þess:

„En mér finnst þetta verklag ákaflega einkennilegt að samþykkja verkefni en setja það síðan í íbúa kosningu, þar sem aðeins er takmarkað magn af peningum og því ekki mikið af verkefnum sem rúlla þar í gegn. Það sem mér finnst þó vera merkilegast við þetta form hjá borginni er að verið er að kjósa um viðhaldsverkefni, líkt og í mínu hverfi Grafarvogi þá er kosið um gangstéttar, malbika stíga og fegra umhverfið. Í mínum huga þá eru þetta viðhaldsverkefni og ættu því að vera fjármögnuð með öðrum hætti. Íbúar eiga ekki að þurfa að velja á milli þess að hafa gangstéttar eða ærslabelg í hverfinu.

Kemur af fjöllum

Guðbjörg Lára Másdóttir, verkefnisstjóri fyrir Hverfið mitt kosninguna, sagðist ekki hafa heyrt af þessu máli í samtali við Eyjuna en ætlaði að spyrjast fyrir um það:

„Ég get í rauninni engu svarað um þetta þar sem ég er ekki með fundargerðina fyrir framan mig og vissi ekki af þessu.“

Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, er einn þeirra fulltrúa meirihlutans sem lét bóka í fyrra að þeim væri ljúft og skylt að samþykkja tillöguna, þar sem hún væri þegar á áætlun.

Í samtali við Eyjuna sagðist hún hinsvegar ekki muna eftir þessari umræðu og gat ekki útskýrt af hverju framkvæmdin hafi dúkkað upp í íbúakosningunni:

„Ég hreinlega veit ekki hvers vegna þetta er svona og kann engar skýringar á þessu“

sagði Sabine, sem ætlaði að grennslast fyrir um málið.

Ekki einsdæmi

Í athugasemdakerfi Valgerðar er minnst á að þetta sé ekki einsdæmi um vinnubrögð Reykjavíkurborgar, því áður hafi verkefni sem samþykkt hafi verið í fjárhagsáætlunum, endað í íbúakosningu og nefnt er dæmi um hljóðmön við Stigahlíð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum