fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Hringbraut hjólar í biskup vegna barnaníðingsprests: „Jæja Agnes, nú er þetta orðið gott“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 31. október 2019 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ritstjóri Hringbrautar, Kristjón Kormákur Guðjónsson og stjörnublaðamaðurinn Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, gagnrýna Agnesi M. Sigurðardóttur biskup harðlega í opnu bréfi til hennar á Hringbraut í gærkvöldi, vegna framgöngu hennar í máli séra Þóris Stephensen, sem hefur viðurkennt að hafa brotið kynferðislega  gegn barni árið 1951. Mál Þóris kom til umfjöllunar í Kastljósinu í vikunni vegna dulurfulls bréfs sem hann lét Biskupsstofu í té, í viðtali við Agnesi.

Skjáskot af Hringbraut

Í bréfinu krefjast þeir þess að Agnes biðji þolanda séra Þóris Stephensen fyrirgefningar á því hvernig þjóðkirkjan brást henni í því ferli sem byrjaði með sáttafundi árið 2015, sem DV fjallaði um í fyrra, en þá voru þeir Kristjón og Bjartmar starfsmenn DV.

Sjá einnig: Syndir kirkjunnar:Kirkjan hampar séra Þóri Stephensen sem viðurkenndi kynferðisbrot gegn barni – Sonur þolanda – „Ég vona hreinlega að hann fái í sínu lífi eða dauðaferli að mæta einhverju“

Ásökun um aðgerðarleysi

Í bréfinu, sem ritað er í miklum ásökunartón, segir meðal annars:

„Við gerum ráð fyrir því að hún hafi greint þér frá skelfilegum afleiðingum ofbeldisins. Einangrun og heimsóknum til Stígamóta í mörg ár. Þú veist það Agnes, að konan hefur aldrei jafnað sig á svívirðilegum kynferðisbrotum prestsins. / Ekki datt þér á þessari stundu að banna Þóri að taka þátt í kirkjulegum athöfnum í nánustu framtíð. Þú gerðir bara einfaldlega ekki neitt.“

Þá segir einnig að verklagið við sáttafundinn hafi verið gagnrýnt fyrir hvernig að því væri staðið. Úrskurðarnefnd hafi sett út á framgöngu Agnesar, en á meðan hafi Þórir fengið verkefni innan kirkjunnar og Agnes hafi heilsað honum með virktum þegar Þóri var boðið að vera viðstaddur vígsluathöfn í Skálholti í fyrra. Þá hafi Þórir tekið þátt í æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar og gengið í Gleðigöngunni fyrir þeirra hönd árið 2016.

„Þú og tveir aðrir biskupar vissuð hvað Þórir hafði gert,“

segir í bréfinu og einnig er vakin athygli á svörum Agnesar í viðtalinu við DV vegna málsins:

„Bjartmar sat á móti þér á þessari sömu skrifstofu og sáttafundurinn fór fram á og spurði þig hvort það væri ekki einkennilegt að eftir að Þórir viðurkenndi að hafa brotið á konunni þegar hún var tíu ára, að hann fengi að halda messu í Breiðholtskirkju og mæta í vígslu Skálholtsbiskups hjá þér. Þetta var svarið þitt, Agnes:

„Ég veit ekki hvort það sé neitt óeðlilegt við það í sjálfu sér.“

Bjartmar benti þér á að hann hefði viðurkennt barnaníð. Þá sagðir þú:

„Ég tel líka að gerandinn verði að bera ábyrgð á sjálfum sér, hvað honum finnist við hæfi og hvað ekki. Hann er búinn að viðurkenna þetta og þetta verður ekki tekið til baka frekar en annað úr fortíðinni. En þá höfum við líka það sem heitir í kirkjunni fyrirgefningin.“

Síðan sagðir þú að málinu væri lokið.“

Agnes lét Þóri víkja þann 7. september í fyrra, í kjölfar þrýstings eftir viðtal DV:

„Þetta hefðir þú átt að gera árið 2015,“ segja þeir Kristjón og Bjartmar.

Andlátsbréf Þóris

Þórir komst í fréttirnar í vikunni fyrir að skilja eftir bréf á biskupsstofu, innsiglað, með fyrirmælum um að ekki megi opna það fyrr en ári eftir andlát hans. Vill kirkjan hinsvegar ekkert með bréfið hafa og sagði Agnes í viðtali við RÚV að hún vildi ekki vita hvað stæði í bréfinu. Þeir Kristjón og Bjartmar segja að viðtalið á RÚV hafi verið kveikjan að bréfi þeirra:

„Við skrifum þér þessar línur út af framgöngu þinni í þessu viðtali. Árið 2015 gerðir þú nefnilega nákvæmlega ekkert. Árið 2018 lést þú undan þrýstingi fjölmiðla og samfélagsins og tókst þá ákvörðun að Þórir fengi ekki lengur að predika yfir þolanda sínum og öðrum. Þú fordæmir kynferðisbrot, þú hefur ekki geð á að vita hvað standi í bréfi Þóris, þú segir að prestar sem eru barnaníðingar eigi ekki að koma fram fyrir hönd kirkjunnar. Með þessu öllu, ef þú áttar þig ekki á því Agnes, þá ertu búin að játa að hafa gert stór og mikil mistök árið 2015, að halda sáttafund, hlusta á prest játa og hafa síðan ekkert gert til að hindra að hann kæmist aftur í predikunarstólinn.“

Krefjast afsökunarbeiðni

Í lok bréfsins segir að Agnes eigi hinsvegar eitt eftir ógert, og það sé að biðjast fyrirgefningar, en Agnes bað í viðtalinu í Kastljósi samkynhneigða afsökunar á framgöngu þjóðkirkjunnar í þeirra garð í gegnum árin. Þar var einnig mál séra Þóris rætt:

„Þú varst spurð á RÚV hvort það ætti að greiða konunni bætur. Þú sagðir að engin ósk hefði komið fram um slíkt. Við erum með eina uppástungu: Það færi vel á því að bjóða konunni sem var beitt ítrekað grófu kynferðislegu ofbeldi þegar hún var 10 ára af séra Þóri bætur. En fyrst og fremst ættir þú og kirkjan að biðja hana einlæglega opinberlega afsökunar á hvernig þrír biskupar hafi brugðist henni í gegnum árin. Þú getur svo beðið hana sérstaklega og þá einlæglega og opinberlega afsökunar að hafa brugðist henni og valdið miklum sársauka árið 2015. Hún á það inni hjá þér. Fyrir löngu síðan.“

Hér má lesa bréfið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna