fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Segir sameiningaráform stranda á hræðslu Sjálfstæðisflokksins við borgarstjóra

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 30. október 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um sameiningu sveitarfélaga er ansi hávær um þessar mundir um land allt. Sú umræða nær einnig til höfuðborgarsvæðisins, en margir velta nú vöngum hvort ekki sé skynsamlegt að sameina nágrannasveitarfélögin við Reykjavík í nafni hagkvæmnissjónarmiða.

Hræðsla við valdamissi

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir oddvita Sjálfstæðisflokksins hræðast sameiningartal, þar sem þeir óttist bæði að missa spón úr aski sínum sem og að ná ekki meirihluta í sameinuðu sveitarfélagi:

„Það eru sennilega um 65 ár síðan fyrst var hreyft hugmyndum um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þær snerust um sameiningu Reykjavíkur og Kópavogs. Þá leizt sjálfstæðismönnum í Reykjavík ekki á þá hugmynd og töldu að hætta væri á að þá mundi meirihluti þeirra í borgarstjórn Reykjavíkur falla. Síðar hafa komið upp alls konar skrýtin andmæli á borð við þau að einhver tiltekinn fjöldi íbúa væri hæfileg eining, sem passaði betur en aðrar. En auðvitað hefur alltaf verið ljóst að í raun rís andstaðan frá þeim, sem telja sig missa spón úr aski sínum, hvort sem eru fulltrúar í mörgum sveitarstjórnum, nefndum eða ráðum eða æðstu embættismenn á hverjum stað.“

Vonleysi hægri manna

Styrmir nefnir að sjálfstæðismenn óttist samkeppnina um hylli borgarbúa, sem sé mögulega vanmat á stöðunni:

„En nú má sjá svipaðar röksemdir og fyrir 65 árum. Nú eru það sjálfstæðismenn í nágrannasveitarfélögum sem vilja ekki lenda undir „stjórn Dags“. Er það ekki vísbending um að þeir hinir sömu hafi gefið upp alla von um að Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti meirihluta sinn í Reykjavík? Og hvaða sögu segir það um þann flokk? En gæti ekki einmitt verið að sameining auki möguleika Sjálfstæðisflokksins á að endurheimta meirihlutann í borgarstjórn? Stórir hópar stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins hafa flutt til nálægra sveitarfélaga.  Sjálfstæðismenn ættu að hugleiða þennan möguleika áður en þeir snúast gegn sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“