fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Eyjan

Samkeppniseftirlitið leiðréttir Morgunblaðið – „Farið rangt með í frásögn af rannsókn“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 30. október 2019 15:00

Páll Gunnar Pálsson var skipaður forstjóri Samkeppniseftirlitsins árið 2005. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér tilkynningu um leiðréttingu. Hún er eftirfarandi:

Í pistli Innherja í Viðskiptablaði Morgunblaðsins er farið rangt með í frásögn af rannsókn Samkeppniseftirlitsins á undanþágubeiðni vegna samstarfs Eimskipafélagsins og Royal Arctic Line (RAL).

  • Í blaðinu er sagt að tilkynnt hafi verið um samstarfið í byrjun árs 2016. Hið rétta er að Samkeppniseftirlitinu barst undanþágubeiðni vegna samstarfsins þann 9. maí 2017, eða rúmu ári síðar en haldið er fram í blaðinu.
  • Ranghermt er að niðurstaða rannsóknarinnar hafi legið fyrir í september 2019. Hið rétta er að ákvörðunin lá fyrir þann 17. apríl 2019, sbr. ákvörðun nr. 13/2019, sem aðgengileg er á heimasíðu eftirlitsins. Í framhaldinu kærði Samskip ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem úrskurðaði í málinu í september sl. Sú meðferð frestaði hins vegar ekki réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins.
  • Í blaðinu er látið í veðri vaka að skipafélögin hafi þurft að bíða í 1.334 daga eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Hið rétta er að það liðu 111 virkir dagar frá því að Samkeppniseftirlitinu barst undirritað eintak af umræddum samstarfssamningi og þangað til að ákvörðunin lá fyrir. Undirritað eintak af samstarfssamningi var ekki afhent samhliða undanþágubeiðninni.

Það liðu hins vegar 44 virkir dagar frá því Samkeppniseftirlitið fékk í hendurnar síðustu nauðsynlegu gögn frá undanþágubeiðendum og þangað til að ákvörðunin lá fyrir. Viðkomandi fyrirtæki bera ábyrgð á því að rökstyðja og leggja fram nauðsynleg gögn til stuðnings undanþágubeiðni sinni. Fyrr er ekki unnt að leggja fullnægjandi mat á beiðnina.

Framangreindri umfjöllun er sett fram til stuðnings því að breyta þurfi samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið fagnar málefnalegri umræðu um samkeppnismál og mögulegar breytingar á samkeppnislögum. Það er hins vegar mikilvægt að slík umfjöllun byggi á réttum upplýsingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?