fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Líkir Bjarna Ben og ríkisfjármálunum við MC Hammer – „Íslendingar geta gert betur“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 30. október 2019 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fyrstu sýn virðast íslensk efnahagsmál og ríkissjóður ekki eiga margt sameiginlegt með hinni föllnu stjörnu tíunda áratugarins, Stanley Kirk Burrell, sem kallaði sig MC Hammer.

Bloggarinn Geir Ágústsson, sem titlar sig sem sérfræðing í samfélagsmálum, kemur hinsvegar með skemmtilega líkingu um ríkisfjármálin þar sem víðbuxnarapparinn góðkunni kemur við sögu, en hann skaust rækilega upp á stjörnuhimininn árið 1990 með laginu You can´t touch this, þar sem slanguryrðið Hammertime var kynnt fyrir jarðarbúum, ásamt óvenju víðum buxum sem öðlast hafa ákveðinn „költ“ sess í dægurmenningunni, er hann skartaði í tónlistarmyndbandi við lagið.

Útgjaldavesen

Yfirskrift pistils Geirs er „MC Hammer sem fjármálaráðherra?“ Geir segir vanda íslenska ríkisins í raun þann sama og kom MC Hammer um koll, sem voru útgjöld:

„Í fjarveru meiriháttar áfalla er eiginlega aldrei hægt að tala um að einhver eða eitthvað eigi við tekjuvandamál að stríða. Miklu frekar ætti að tala um útgjaldavandamál,“

segir Geir og tekur dæmi um ris frægðarsólar MC Hammer:

„Fyrir mörgum árum kom út lagið „U can´t touch it“ sem var flutt af rapparanum MC Hammer. Þetta lag náði gríðarlegum vinsældum og það, auk fleiri, gerði MC Hammer að moldríkum manni. Fyrir nokkura ára vinnu hefði maðurinn getað lifað góðu lífi alla ævi. Svo fór þó ekki.

Hann fór að eyða stórkostlegum fjárhæðum í glæsikerrur, hallir og lífverði. Á tímabili var hann með um 200 manns á launaskrá. Skuldir fóru að hlaðast upp um leið og hægðist á plötusölunni. Að lokum þurfti hann að lýsa sig gjaldþrota. Gjaldþrota!“

Dansa í kringum núllið

Geir nefnir að MC Hammer hafi átt sand af seðlum sem hefðu átt að endast honum ævina og rúmlega það. Hann hafi hinsvegar komið sér í útgjaldavandamál:

„Hið íslenska ríki er eins konar MC Hammer. Tekjurnar hafa aldrei verið hærri og sneiðin sem ríkið klípir af hagkerfinu hefur sjaldan verið stærri. Samt eru menn að dansa í kringum núllið á meðan opinberar skuldir eru enn í svimandi hæðum. Íslendingar geta gert betur en að láta MC Hammer stjórna ríkisfjármálunum. Mörg sveitarfélög ættu líka að hugsa sinn gang,“

segir Geir að lokum.

HAMMERTIME!

Að gefnu tilefni er við hæfi að minna á hið ógleymanlega myndband við stærsta smell MC Hammer, U can´t touch this:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi