fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Íslandsbanki segir stýrivaxtalækkun í kortunum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 30. október 2019 12:00

Hús Seðlabankans við Kalkofnsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka stýrivexti um 0,25 prósentur við næstu vaxtaákvörðun bankans þann 6. nóvember næstkomandi. Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verða samkvæmt því 3,0% en vextirnir voru 4,5% í ársbyrjun. Ekki er þó útilokað að vöxtum verði haldið óbreyttum, en í því tilfelli er að mati okkar líklegt að vextirnir verði lækkaðir á komandi mánuðum,“

segir í Korni Íslandsbanka sem kom út í dag.

Allir nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru á einu máli um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentur á síðasta vaxtaákvörðunarfundi í októberbyrjun. Var það í annað skiptið í röð þar sem samstaða er um vaxtalækkun meðal nefndarmanna. Ólíkt ágústfundi nefndarinnar var þó einnig  til umræðu í þetta skiptið hvort halda ætti stýrivöxtum óbreyttum. Í ágúst var eingöngu rætt um vaxtalækkun og virtist enginn nefndarmaður þá á þeim buxunum að íhuga í alvöru óbreytta stýrivexti.

Skortur á lánsfé

Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti í fjórum lotum í röð, sem leitt hefur til þess að vextir íbúðalána fara lækkandi. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks, sögðu í gær að skortur væri á lánsfé hjá bönkunum og ekki væri nægilegt framboð á fjármagni. Því benti margt til þess að vextir yrðu hækkaðir á ný.

Sjá nánar: Vaxtahækkanir sagðar á næsta leiti vegna skorts á lánsfé – „Fjármálastofnanir farnar að sía meira út“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“