fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Ásmundur leitar lögmanns – „Ruglið heldur áfram – Er Reykjavíkurborg að reyna að setja okkur á hausinn?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 30. október 2019 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Helgason, einn eigenda Gráa kattarins við Hverfisgötu, sem gagnrýndi Reykjavíkurborg harðlega í síðustu viku vegna tafa á framkvæmdum við Hverfisgötuna og í miðbænum, segir stöðuna hafa versnað. Hann sagði rekstur Gráa kattarins hanga á bláþræði vegna tafa og upplýsingaskorts og spurði formann skipulags- og samgönguráðs, Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, hvort greiða ætti tafarbætur til þeirra sem tafirnar bitnuðu á.

Sjá einnig: Ásmundur búinn að fá nóg:„Staðurinn okkar Ellu, Grái kötturinn, rétt lafir“ – Krefst bóta frá borginni

Ásmundur sagði í gær að hann hygðist leita lögmanns og gera kröfu á borgina, ástandið væri orðið enn verra og hann hafi enn ekki fengið svör frá borgaryfirvöldum:

„Ruglið heldur áfram. Eftir fréttirnar í síðustu viku um ástandið á Hverfisgötunni hefur staðan versnað. Formaður Skipulags- og samgönguráðs lofar samráði, fundum og samtali, en hefur ekki haft samband. Og alls ekki svarað tölvupóstum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, það væri stuð ef þú svaraðir síðasta pósti, eða bara kæmir í heimsókn. Kannski svarar þú bara fjölmiðlum, það virðist vera./

„Á sama tíma og ég fæ smá útrás með þessu tuði þá veit ég að það breytir engu. Ekkert mun gerast. Nú er staðan þannig að okkur er nauðugur einn kostur að leita til lögmanns og gera kröfu á borgina.“

Aðför að rekstrinum

Ásmundur spyr hvort  borgaryfirvöld séu virkilega að reyna að bregða fyrir hann fæti og tengir (taggar) Dag og Þórdísi við færslu sína, þannig að þau fái örugglega skilaboðin, ásamt sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, sem líkt og Sigurborg virðist svara tölvupóstum seint og illa:

„Er Reykjavíkurborg að reyna að setja okkur á hausinn? Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, nennið þið að biðja Ólöfu Örvarsdóttur, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, um að svara tölvupóstum? Þið megið líka hringja í framkvæmdastjóra Gleipnis og biðja hann um að gera greiða leið að kaffihúsinu okkar? Það segir jú í útboðslýsingunni að honum beri að tryggja greiðan aðgang,“

Verktakinn ekki að standa sig

Verktakinn sem sér um framkvæmdirnar, Gleipnir, „keppist“ við að gera aðgengið að staðnum enn verra samkvæmt Ásmundi:

„Nú þarf að röfla og rífast á hverjum morgni til að fá grindverkin færð, og dugir ekki til. Þetta er eins og að vera í fangelsi. Allt of há grindverk sem loka öllum leiðum. Þeir fáu sem hafa komið í vikunni hafa haft einbeittan heimsóknarvilja. Kona sem vinnur ofar á Hverfisgötunni þurfti að fara upp á Laugaveg til að finna leiðina til okkar. Annar fór niður á Lindargötu áður en hann komst til okkar.“

segir Ásmundur.

Framkvæmdum að ljúka

Reykjavíkurborg gaf út á föstudag að senn lyki framkvæmdum við Hverfisgötu. Það var þremur dögum eftir að fréttir af fyrstu færslu ÁSmundar um málið voru fluttar. Þar sagði:

Senn líður að verklokum endurgerðar Hverfisgötu frá Smiðjustíg niður fyrir Ingólfsstræti. Um helgina verður lokið við að steinleggja torg á gatnamótum Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Við þann áfanga kemur vel í ljós hve miklu framkvæmdirnar munu breyta fyrir ásýnd götunnar.

Í næstu viku verður unnið að lokafrágangi gangstéttar og hjólastígs við norðanverða Hverfisgötu við Safnahús og Þjóðleikhúsið. Steinlagt torg fyrir framan Þjóðleikhúsið verður tilbúið í lok fyrstu viku nóvember og verður opnað fyrir allri umferð í beinu framhaldi. Vinnu við frágang gangstéttar og hjólastígs að sunnanverðu á að ljúka um miðjan nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?