fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Vigdís ræðst gegn matarsóun – Kemur fram með nýstárlega tillögu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. október 2019 10:22

Vigdís Hauksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði sem miðar að því að draga úr matarsóun og um leið hjálpa bágstöddum. Vigdís vill að borgin komi upp aðstöðu fyrir fyrirtæki til að skilja eftir afgangsmat eftir daginn sem fólk geti nýtt sér ókeypis. Vigdís telur að heimilislausir, fólk í neyslu, einstæðir foreldrar, flóttamenn og fleiri geti nýtt sér þetta.

Bókun Vigdísar í málinu er svohljóðandi:

Lagt er til að Reykjavíkurborg komi upp aðstöðu/matartorgi miðsvæðis í Reykjavík fyrir fyrirtæki sem eiga matvæli í lok dags og vilja koma þeim áfram ókeypis í neyslu til að minnka matarsóun.

Greinargerð: Mikil matarsóun á sér stað hér á landi sem og í öðrum löndum. Tillaga þessi er sett fram til að taka á því vandamáli. Fjölmörg fyrirtæki framleiða „matarskammta“ s.s. samlokur, salatbakka, og fleira í þeim dúr, til sölu sem hafa stuttan líftíma. Í mörgum tilfellum er um umboðssölu í verslunum að ræða og taka birgjar matvöruna til baka þegar síðasti söludagur nálgast og farga í stað þess að koma henni í neyslu.

Einnig myndu veitingahús/veitingastaðir sem framleiða matarskammta sem standa eftir í lok dags pakka matvörunni í neyslupakkningar og gefa á matartorgið. Í Reykjavík er hlutfallslega hátt hlutfall af fólki sem býr við sára fátækt og á ekki fyrir mat.

Tillagan er því nokkurs konar höfuðborgartillaga til að koma til móts við þennan hóp sem eru m.a. heimilislausir, fólk í neyslu, einstæðir foreldrar, flóttamenn, fólk í virkri neyslu og fleiri. Matartorgið yrði hrein viðbót við þær hjálparstofnanir sem þegar starfa og úthluta mat. Verði tillagan samþykkt þá nær hún tveimur mikilvægum markmiðum: að hjálpa þeim sem minnst mega sín og að minnka matarsóun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”