fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Stjórnendur GAMMA virtu kostnaðarmat að engu og bjuggu til sitt eigið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. október 2019 07:59

Horft til Kársness frá Reykjavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið síðustu daga er allt í uppnámi varðandi tvo fagfjárfestasjóða GAMMA, GAMMA: Novus og GAMMA: Anglia, en staða þeirra er allt önnur og verri en haldið hafði verið fram undanfarna mánuði. Fram hefur komið að kostnaðaráætlun sem Ferli verkfræðistofa vann fyrir Upphaf, sem er í eigu GAMMA: Novus, vegna byggingaframkvæmda við Hafnarbraut 12 á Kársnesi hafi ekki verið í takt við raunveruleikann og hafi kostnaður verið vanmetinn.

Ásmundur Ingvarsson, framkvæmdstjóri verkfræðistofunnar, segir að kostnaðaráætlun verksins, sem stofan gerði, hafi verið raunhæf en ekki hafi verið farið eftir henni.

„Við vísum því alfarið á bug að óeðlilegar greiðslur hafi borist til okkar og skiljum ekki hvaðan sú umræða kemur. Það er rétt að við gerðum kostnaðaráætlun vegna verkefnisins á Hafnarbraut. Sú kostnaðaráætlun er raunsæ en það var ekki farið eftir henni. Stjórnendur Upphafs sömdu aðra kostnaðaráætlun innanhúss sem hefur ráðið för og virtu okkar mat að vettugi.“

Hefur Fréttablaðið eftir honum en það fjallar um málið í dag.

Fram kemur að málið snúist um byggingu 129 íbúða við Hafnarbraut 12 á Kársnesi. Áætlað var að hefja byggingu fyrstu íbúðanna í haust en ljóst er að tafir verða á því. Í tilkynningu frá GAMMA kom fram að kostnaðurinn við framkvæmdir á vegum Upphafs, þar á meðal við Hafnarbraut 12, hafi verið vanmetinn og framvinda verkefna félagsins hafi verið ofmetin.

Fréttablaðið segir að Máni Atlason, nýráðinn framkvæmdastjóri GAMMA, hafi ekki getað tjáð sig um málið. Hann sagði nýja stjórnendur vera að rannsaka, með hjálp utanaðkomandi sérfræðinga, hvað hafi farið úrskeiðis hjá félaginu. Hann vildi ekki svara því hvort fyrri stjórnendur hefðu gerst sekir um saknæmt athæfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“