fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Eyjan

Sjáðu upphæðina sem þú átt að geta lifað á – Neysluviðmið ríkisins uppfærð

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. október 2019 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neysluviðmiðin hafa nú uppfærð í áttunda sinn á vef félagsmálaráðuneytisins eftir upprunalega birtingu árið 2011, samkvæmt frétt á vef Stjórnarráðsins. Tilgangurinn með smíði neysluviðmiða er sagður sá að veita heimilum í landinu aðgang að viðmiðum sem þau geta haft til hliðsjónar þegar þau áætla eigin útgjöld, auk þess sem slík viðmið geti nýst við fjármálaráðgjöf fyrir einstaklinga og verið grunnur að ákvörðunum um fjárhæðir sem tengjast framfærslu.

Samkvæmt lögum um neytendalán, sem samþykkt voru á Alþingi 2013, má nota grunnviðmiðin í neysluviðmiðunum sem lágmarksviðmið við framkvæmd greiðslumats. Rétt er að benda á að allur kostnaður vegna húsnæðis og rekstur bifreiðar er ekki innifalinn í grunnviðmiði, þó reiknað sé með kostnaði vegna almenningssamgangna. Gert er ráð fyrir að raunkostnaður sé notaður vegna húsaleigu, viðhaldskostnaðar og rafmagns og hita.

Dæmigert neysluviðmið 

Dæmigert viðmið fyrir mánaðarleg útgjöld einstaklings með engin börn sem býr á höfuðborgarsvæðinu og rekur bíl er 198.046 krónur eftir uppfærslu 2019.

Dæmigert mánaðarviðmið fyrir útgjöld hjóna með tvö börn sem búa á höfuðborgarsvæðinu með annað barnið á leikskóla, en hitt í grunnskóla þar sem keyptar eru skólamáltíðir og frístundavistun er 486.924 krónur.  Útgjöld hækka lítillega frá síðustu útgáfu neysluviðmiða, en hún er mismunandi eftir heimilisgerðum og útgjaldaflokkum.

Grunnviðmið 

Mánaðarlegt grunnviðmið fyrir útgjöld einstaklings sem býr á höfuðborgarsvæðinu er 80.396 kr. eftir uppfærslu 2019.

Grunnviðmið fyrir útgjöld hjóna með tvö börn sem búa á höfuðborgarsvæðinu með annað barnið á leikskóla, en hitt í grunnskóla þar sem keyptar eru skólamáltíðir og frístundavistun er 270.053 krónur. Nokkur lækkun útgjalda er frá síðustu útgáfu neysluviðmiða, en hún er mismunandi eftir heimilisgerðum og útgjaldaflokkum.

Dæmigerða viðmiðið er hvorki endanlegur mælikvarði á hvað sé hæfileg neysla né mat á því hvað einstaklingar og fjölskyldur þurfa sér til framfærslu. Grunnviðmið var hins vegar þróað með það í huga að sjá að því hvað einstaklingar og fjölskyldur þurfa sér til framfærslu.

Reiknivél

Hér getur þú reiknað út neysluviðmið þín með því að slá inn þínar eigin forsendur.

Neysluviðmiðin eru að þessu sinni uppfærð á grunni rannsóknar Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna á tímabilinu 2013 til 2016, líkt og neysluviðmið ársins 2018. Nýrri gögn yfir útgjöld bjóða ekki upp á nauðsynlega sundurliðun útgjalda, sem útreikningar neysluviðmiða krefjast. Af þeim sökum voru viðmið fyrra árs framlengd með undirvísitölum vísitölu neysluverðs fyrir hvern útgjaldaflokk fyrir sig.

Uppfærslan var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fyrir félagsmálaráðuneytið og leiðir í ljós hækkun á flest öllum útgjaldaflokkum neysluviðmiðanna. Dæmigerð viðmið hækka að jafnaði um 2,7 prósent en grunnviðmið 0,6 prósent.

Megintilgangur útgjaldarannsóknar heimilanna, sem neysluviðmiðin byggja á, er að afla gagna í grunn fyrir vísitölu neysluverðs. Rannsóknin uppfyllir það hlutverk sem henni er ætlað en hún er ekki gerð í þeim tilgangi að nýta við útreikning neysluviðmiða.  Félagsmálaráðuneytið telur því rétt að skoða hvort breyta þurfi aðferðafræðilegri nálgun við útreikninga viðmiðanna.

Ráðuneytið hefur af þeim sökum ákveðið að setja saman starfshóp til þess að yfirfara og endurskoða þá aðferðafræði sem notuð er við útreikningana. Eins verður tekið til skoðunar hvort rétt sé að færa útgáfuna frá ráðuneytinu til þess að staðfesta enn betur hlutleysi útreikninganna.

Ráðuneytið leitar nú eftir þátttöku frá Hagstofu Íslands, Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og Umboðsmanni skuldara í starfshópnum ásamt því að tilnefna tengilið frá sér.

Gert er ráð fyrir að hópurinn starfi frá nóvember 2019 til febrúar 2020 og að vinnunni ljúki með skýrslu þar sem fram kemur tillaga að aðferðafræði við útreikning neysluviðmiða auk tillögu að útgáfuaðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum