fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Kínverjar vilja auka innflutning á íslenskum laxi og lambakjöti – „Gríðarstórt hagsmunamál“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. október 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í morgun fund með Zhang Jiwen, vararáðherra Kína á sviði tollamála og eftirlits með innflutningi matvæla, samkvæmt tilkynningu.

Á fundinum lýstu Kínversk stjórnvöld yfir vilja til að auka enn frekar innflutning til Kína frá Íslandi, m.a. með því að greiða frekar fyrir innflutningi á sjávarafurðum, fiskimjöli, laxi og lambakjöti.

Kristján Þór er staddur í Kína til að sækja sjávarútvegssýninguna í  Qingdao í Kína en um er að ræða aðra af stærstu sjávarútvegsýningum í heimi og taka 11 íslensk fyrirtæki þátt í sýningunni í ár. Hann hefur jafnframt nýtt ferðina til að funda með stjórnvöldum í Kína, m.a. til að fylgja eftir fríverslunarsamning sem tók gildi milli landanna árið 2014.

Ég mun á fundum mínum með stjórnvöldum í Kína leggja áherslu á frekari þróun fríverslunarsamningsins. Það er mikilvægt fyrir Ísland í ljósi þess að Kína er stærsti innflytjandi sjávar- og landbúnaðarafurða í heiminum og verð fyrir t.d. lax er hærra hér en á öðrum mörkuðum. Þá er jafnframt reiknað með að millistéttin í Kína muni stækka umtalsvert á komandi árum. Það er því gríðarstórt hagsmunamál fyrir Ísland að þessi samskipti gangi vel og það er því ánægjulegt að heyra vilja Kínverskra stjórnvalda til að greiða fyrir frekari innflutningi til Kína frá Íslandi.“

segir Kristján Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar