fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Verulega hallar á konur í fréttum RÚV – Engin svör borist frá Íslandsbanka

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. október 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt kynjabókhaldi RÚV um viðmælendur frétta voru karlar 64% viðmælenda og konur 37%, frá 1. janúar til 30. september 2019. Mun jafnari kynjahlutföll eru í viðmælendaskráningu annarra deilda RÚV:

„Niðurstaðan er í samræmi við stefnu RÚV en mikil áhersla hefur verið lögð á jafnréttismál í starfsemi RÚV á síðustu árum. Skiptingin á árinu í heild er 51% karlar og 49% konur. Sem fyrr eru viðmælendur frétta taldir sérstaklega, þar sem ekki hefur enn verið gerð krafa um algert jafnvægi á þeim vettvangi. Á þriðja ársfjórðungi voru karlar 64% viðmælenda og konur 36% en á árinu í heild er staðan ögn betri eða 63% karlar og 37% konur. Heildarfjöldi viðmælenda er 16.087,“

segir á vef RÚV.

Hér að neðan má sjá tölfræði yfir skiptinguna yfir kyn viðmælenda eftir deildum:

Áhersla lögð á jöfn kynjahlutföll

Á vef RÚV segir einnig að stofnunin hafi byrjað að telja viðmælendur sína fyrir fjórum árum og taka saman tölfræði ársfjórðungslega:

„RÚV hefur lagt ríka áherslu á jafnréttismál í starfsemi sinni á síðustu árum. Það endurspeglast í jafnvægi í hópi umsjónarmanna og viðmælenda í dagskrá RÚV en einnig sögunum sem sagðar eru. Frá árinu 2014 hefur verið jafnvægi milli kynja í hópi framkvæmdastjórnar og annarra stjórnenda RÚV. Kynjakvóti var settur á keppendur í Gettu betur og farið hefur verið í ýmis átaksverkefni til að fjölga konum á þeim sviðum þar sem hallað hefur á þeirra hlut. RÚV hlaut gullmerki PWC árið 2017 og jafnlaunavottun um síðustu áramót. Þá hefur RÚV hlotið viðurkenningar þessu tengdar og fjallað hefur verið um árangur RÚV á þessu sviði á vettvangi EBU, Evrópusambands almannaþjónustumiðla.“

Engin svör frá Íslandsbanka

Eyjan sendi fyrirspurn til Íslandsbanka af þessu tilefni, um hvort bankinn hygðist hætta að auglýsa hjá RÚV í ljósi kynjahallans hjá viðmælendum fréttastofu, líkt og boðað var að bankinn ætlaði að gera fyrir helgi. Henni hefur ekki verið svarað og ekki náðist í samskiptastjóra Íslandsbanka þegar eftir því var leitað.

Glöggir sjónvarpsáhorfendur hafa eflaust tekið eftir því að auglýsing frá Íslandsbanka birtist milli dagskráratriða í gærkvöldi og því ekki ljóst hverjar fyrirætlanir bankans eru í kjölfar mikillar gagnrýni á þessa hugmynd.

Sjá einnig: Elliði fordæmir hræsni Íslandsbanka vegna kynjahlutfallsins – „Hér er langt seilst í baráttunni“

Sjá einnig: Íslenskir karlmenn brjálaðir út í Íslandsbanka – „Þetta er eins og klerkastjórnin í Íran”

Sjá einnig: Sanna slátrar femínisma Íslandsbanka:„Ætlar bankinn að afnema hraðbankagjöld fyrir fátæku láglaunakonurnar?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni