fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Seðlabankinn rannsakaði sjálfan sig, neitar sök og vill fara dómstólaleiðina – „Málið er litið mjög alvarlegum augum“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. október 2019 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert liggur fyrir í því að leki hafi borist úr Seðlabankanum til fréttamanns RÚV vegna húsleitar bankans hjá Samherja árið 2012. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Seðlabankanum, þar sem bankinn telur réttast að málið verði rakið fyrir dómstólum.

Telur RÚV vera gerenda

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sakaði RÚV í morgun um að hafa verið gerenda í málinu, þar sem fréttamenn RÚV hafi verið mættir á skrifstofur Samherja áður en húsleitarmenn Seðlabankans voru mættir þangað árið 2012, en þá var Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hefur Þorsteinn Már gagnrýnt Má harðlega æ síðan.

Sagði Þorsteinn í morgun að um væri að ræða eina ruddalegustu húsleit sem gerð hafi verið hér á landi og sakaði hann RÚV um að hafa „búið til glæp“ með athæfi sínu. Svaraði formaður Blaðamannafélags Íslands Þorsteini um hæl og sagði ásakanir hans fráleitar.

Sjá nánar: Þorsteinn Már sakar RÚV um að „búa til“ glæp –„ Ein ruddalegasta húsleit sem hefur verið framkvæmd á Íslandi“

Sjá nánar: Hjálmar hjólar í „fráleitan“ Þorstein Má –„Fjársterkir aðilar verða að sætta sig við það“

Rannsakaði sjálfan sig – Leiddi ekkert í ljós

Í yfirlýsingu Seðlabankans er vísað í rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans, sem fólust í tölvupóstssendingu frá fréttamanni RÚV degi áður en húsleitin fór fram. Þeim pósti var ekki svarað af hálfu Seðlabankans og því ekkert sem bendir til þess að lekinn hafi borist þaðan, að sögn Seðlabankans.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Um meintan gagnaleka

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leitt í ljós að starfsmaður Seðlabankans og fréttamaður Ríkisútvarpsins áttu í samskiptum áður en húsleit fór fram hjá Samherja hf. og tengdum aðilum. Nánar tiltekið fólust samskiptin í því að fréttamaðurinn sendi uppkast að frétt með tölvupósti þar sem húsleitarinnar var getið – daginn áður en hún fór fram. Rannsókn bankans sýndi hins vegar að þessum pósti var ekki svarað. Það er því ekkert sem liggur fyrir um að upplýsingum hafi verið lekið frá Seðlabankanum enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra. Forsætisráðuneytið upplýsti lögreglu um niðurstöður rannsóknar Seðlabankans hvað þetta varðar án þess þó að í því hafi falist nokkur efnisleg afstaða eins og fram kemur í bréfi ráðuneytisins.

Málið er litið mjög alvarlegum augum af hálfu Seðlabanka Íslands. Innan bankans hefur allt verið gert til þess að upplýsa það. Forsætisráðherra og bankaráði Seðlabankans var greint frá niðurstöðum rannsóknar innri endurskoðunar. Seðlabankinn telur jafnframt eðlilegt að forsætisráðuneytið hafi upplýst lögreglu um þessa sömu niðurstöðu.

Jafnframt hefur forsvarsmönnum Samherja verið greint frá niðurstöðum rannsóknar innri endurskoðunar. Þau bréf sem vitnað hefur verið til í fjölmiðlaumræðu eru málskjöl sem Seðlabankinn hefur að eigin frumkvæði lagt fram í því skaðabótamáli sem höfðað hefur verið vegna málareksturs bankans á hendur Samherja hf.

Að öðru leyti telur Seðlabankinn rétt að frekari umfjöllun um málið eigi sér stað undir rekstri málsins hjá dómstólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“