fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Samfylkingarfólk dregur áform Ballarin í efa –„ Þetta er farið að lykta af hergagnaflutningum“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. október 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Komið hefur fram að áform Michelle Ballarin um endurreisn WOW muni fyrst og fremst snúast um fraktflutninga á þessu stigi málsins. Þar er þorskútflutningur til Bandaríkjanna sagður spila stærstu rulluna, en unnið er að því að koma flugfélaginu í loftið innan nokkurra vikna eftir nokkrar tafir hingað til.

Sjá nánar: Ballarin ætlar að fylla vélarnar af fiski en ekki fólki

Karen kaldhæðin

Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, virðist ekki trúa þessum skýringum með fraktflugið. Hún segir á Facebook:

„Já, hafa Íslendingar flutt þorskhausa á austurströnd Bandaríkjanna? Íbúar New York og Boston alveg sólgnir í þá? og hvers vegna að flytja þá með flugi? Allt mjög trúverðugt við þessi áform.“

Þarna má greina kaldhæðni í skrifum Karenar, hún efast um að bandaríkjamenn hafi mikinn áhuga á að kaupa þorskhausa, líkt og Gunnar Steinn Pálson, starfsmaður Ballarin sagði við MBL. Fjölmargir þekktir Samfylkingarmenn undir orð hennar. Þar á meðal er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem segir:

„Það var þarna mómentið þegar hún átti í vandræðum með útborgun fyrir flugfélagið, sem reyndist svo í heild kosta 50 milljónir, eða eins og ein kjallaraíbúð í þingholtunum. Þá fór ég aðeins að spá í hvort hún væri kannski að djóka í okkur með rekstur flugfélags. En hey…. ég vona samt enn að hún hefji í nóvember beint flug til Houston.“

Hergagnaflutningar ?

Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, segir málið lykta af allt öðru en fiski:

„Þetta er farið að lykta af hergagnaflutningum? Hvað er allt þetta tal um “umsvif Bandaríkjastjórnar”? Menn hafi bakgrunn Ballarin í huga, hún er m.a. þekkt fyrir að vera milligöngumaður við sómalska vígamenn og sjóræningja.“

Þá deilir Karen frétt Daily Mail um Ballarin frá 2013, hvar hún lýsir svaðilförum sínum í Sómalíu, en hún hafi átt í samningaviðræðum við sjóræningja þaðan og átt aðild að því að þeir slepptu föngum úr haldi sínu. Þar segist hún einnig aldrei hafa unnið fyrir Bandaríkjastjórn, þó svo hún hafi átt í samskiptum við leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA hvar hún bauð fram aðstoð sína við að hafa uppi á hryðjuverkamönnum Al Qaeda í Afríku. Var aðstoð hennar afþökkuð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”