fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg hækkað fasteignaskatta um 61% frá 2015 –„ Ofnýtir þennan skattstofn eins og aðra“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. október 2019 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um fasteignagjöld og „hömlulausar hækkanir“ á fasteignaskatti hér á landi undanfarin ár, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu.

„Skattheimta hefur aukist mikið hér á landi síðastliðinn áratug eða svo án þess að vart verði við mikinn vilja til að stíga skref til baka og létta þessum byrðum af skattgreiðendum. Almenningur situr uppi með hluta hækkananna – og allar lenda þær raunar hjá honum á endanum – en fyrirtækin hafa einnig orðið mjög fyrir barðinu á þessum hömlulausu hækkunum.“

Vitnað er í viðtal Morgunblaðsins við Magnús Árna Skúlason, hagfræðing hjá Reykjavík Economics, um fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði, sem um þessar mundir eru í hæstu hæðum, sérstaklega í Reykjavík:

„Þau eru hærri en þau hafa áður verið, líka þegar borið er saman við árið 2008 þegar gjöldin voru orðin mjög há, og þau eru hærri en almennt þekkist erlendis. Þetta sést til dæmis af því að fasteignaskattar nema 2% af landsframleiðslu hér á landi, en 1,8% í Danmörku og 1% í Svíþjóð. Og rétt er að hafa í huga að þessi lönd verða seint talin til skattaparadísa.“

Þá er nefnt að samanburðurinn við fyrri ár sé enn meira sláandi, einkum í Reykjavík þar sem rúmur helmingur alls verslunar- og skrifstofuhúsnæðis er að finna:

„Í Reykjavík hafa hækkanir fasteignaskatta verið úr öllu hófi og hafa numið 61% frá árinu 2015. Í ár skilar þessi skattheimta meira en fimm milljörðum króna umfram það sem var fyrir fjórum árum.“

Á að endurspegla hærri tekjur

Magnús segir að brýnt sé að endurskoða skattstofninn á hverjum tíma og aðlaga hann óeðlilegum hækkunum og og hvaða tekjur eignirnar beri. Fasteignamat Þjóðskrár sé tekjumat á atvinnuhúsnæði, sem hafi hækkað mikið með nýrri aðferðarfræði, sem betur þyrfti að gaumgæfa:

„Hærra fasteignamat ætti að endurspegla hærri tekjur hjá viðkomandi fasteign en oftar en ekki getur það rýrt tekjurnar af eigninni. Sérstaklega ef leiga lækkar. Á meðan mestu erfiðleikarnir ganga í gegn í atvinnulífinu nú um stundir ætti að taka tillit til þess og lækka skatta á atvinnulíf. Líka vegna þess að laun hafa hækkað mikið og þar með eru útsvarsgreiðslur sveitarfélaga hlutfallslega hærri miðað við fasteignaskatta,“

var haft eftir Magnúsi.

Þá segir leiðarahöfundur að kostnaðaraukinn sé erfiður fyrirtækjunum, en það þurfi að laga:

„Það eru ekki aðeins fasteignaskattar sem hafa hækkað gríðarlega hjá sveitarfélögunum, sér í lagi Reykjavík sem ofnýtir þennan skattstofn eins og aðra, útsvarið skilar líka miklum mun hærri fjárhæðum en áður. Miklar launahækkanir ár eftir ár, sem hafa skilað launþegum áður óþekktri kjarabót, skila Reykjavík og öðrum sveitarfélögum einnig mikilli aukningu skatttekna. Kostnaðaraukinn leggst svo af tvöföldum þunga á fyrirtækin þegar Reykjavík hækkar fasteignaskatta eins og raun ber vitni á síðustu árum. Það er orðið afar brýnt að létta álögum af fólki og fyrirtækjum. Í því sambandi þarf að horfa til margra skatta og augljóst er að fasteignaskattar þurfa að vera þeirra á meðal, ekki síst hjá Reykjavíkurborg eftir 61% hækkun á fáum árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins