fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Oddi sagt upp í kirkjuráði vegna framkomu í garð kollega

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. október 2019 08:44

Vídalínskirkja, mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddi Einarssyni, framkvæmdastjóra kirkjuráðs þjóðkirkjunnar, hefur verið sagt upp störfum. Kirkjuráð samþykkti einróma að segja upp samningi Odds á kirkjuráðsfundi þann 2. október. Lætur Oddur af störfum þegar í stað. Morgunblaðið greinir frá.

Oddur Einarsson

Samkvæmt fundargerðinni framsendi biskup Íslands tölvupóst til kirkjuráðs frá fjármálastjóra biskupsstofu, frá því 23. ágúst, þar sem kvartað var yfir framkomu Odds í garð verkefnastjóra fjármála sókna á Biskupsstofu.

Morgunblaðið greinir frá því að samkvæmt Biskupsstofu muni Oddur ekki vinna uppsagnarfrestinn og unnið sé að semja við hann um starfslok, en Oddur verður 67 ára í janúar. Ekki er búið að ráða staðgengil.

Um starfsemi kirkjuráðs segir á vef þjóðkirkjunnar:

„Kirkjuráð þjóðkirkjunnar fer með framkvæmd ýmissa sameiginlegra mála og verkefna samkvæmt lögum og starfsreglum.

Kirkjuráð er undir forystu forseta ráðsins sem er biskup Íslands. Þá kýs kirkjuþing tvo leikmenn og tvo guðfræðinga í ráðið til fjögurra ára. Helstu verkefni ráðsins eru að stýra starfi kirkjumálasjóðs, sem m.a. á öll prestssetur landsins, embættisbústaði biskups Íslands og vígslubiskupa svo og Kirkjuhúsið þar sem yfirstjórn kirkjunnar er til húsa. Enn fremur stýrir ráðið kristnisjóði og úthlutar árlega úr Jöfnunarsjóði sókna. Kirkjuráð undirbýr fundi kirkjuþings og fylgir eftir samþykktum þess undirbýr af hálfu þjóðkirkjunnar tillögur til fjárveitinga til hennar á fjárlögum, hefur yfirumsjón með ráðstöfun fjár sem veitt er af opinberri hálfu til kirkjulegrar starfsemi og hefur forræði og forsjá, ásamt biskupi Íslands, um Skálholtsstað og Skálholtsskóla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags