fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Meirihlutinn vill aðskilnað ríkis og kirkju – Aðeins þriðjungur ber traust til þjóðkirkjunnar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. október 2019 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup ber aðeins um þriðjungur Íslendinga mikið traust til þjóðkirkjunnar. Er það svipað hlutfall og í fyrra, en þá hafði traustið lækkað frá fyrri mælingum. RÚV greinir frá.

Þá eru 55% þjóðarinnar hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, sem er álíka mikið og fyrri mælingar og einungis 19% Íslendinga eru ánægðir með störf biskups, Agnesar M. Sigurðardóttur, sem er þó fimm prósentustiga aukning frá því í fyrra.

Árið 1999 báru 61% mikið eða fullkomið traust til þjóðkirkjunnar, en nú ber þriðjungur hvorki mikið né lítið traust til hennar og þriðjungur ber lítið traust til hennar einnig.

Mest er traustið hjá körlum og eldra fólki sem og íbúum landsbyggðarinnar. Þá bera kjósendur Framsóknarflokksins mesta traustið til þjóðkirkjunnar þegar litið er til stjórnmálaskoðana, eða 60% þeirra. Um 53% kjósenda Sjálfstæðisflokksins bera mikið traust og 48% þeirra sem kjósa Miðflokkinn. Minnsta traustið mælist hjá kjósendum Pírata eða 9 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund