fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Vilhjálmur kryfur vanda flokksins og úthúðar honum -„Er Sjálfstæðisflokkurinn aðlaðandi eða aflaðandi?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. október 2019 16:00

Vilhjálmur Bjarnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrerandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um vandræði Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðið í dag. Fer hann um víðan völl:

„Svo virðist sem fleiri deyi frá flokknum en þeir sem fæðast til hans. Allt of fáum virðist það ljóst hvert flokkurinn ætlar. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur borgaralegra víðsýnna afla og hann má aldrei verða gæsluflokkur sérhagsmuna,“

skrifar Vilhjálmur og minnist á að fylgi flokksins mælist nú á við prósentu portúgalskra léttvína.

Sjálfstæðisflokkurinn ekki eilífur

Vilhjálmur telur framtíð Sjálfstæðisflokksins í hættu ef þingmenn hans taka ekki á sig rögg og spyrni við fótum:

„Níutíu ára Sjálfstæðisflokkur á ekki í vændum eilífan aldur ef afmælið gengur fyrst og fremst út á að bjóða forystumönnum annarra flokka upp á brauð og tertu. Darwin talar um aðlögun. Er  Sjálfstæðisflokkurinn aðlaðandi eða aflaðandi? Hvernig standa kynningarmál Sjálfstæðisflokksins? Hver er sýnileiki þingmanna Sjálfstæðisflokksins á menningarviðburðum? Þingmenn flokksins eru mestan part ósýnilegir. Það er svo að aðeins örfáir vita hverjir eru alþingismenn Sjálfstæðisflokksins nú um stund. Þeir þurfa að spyrna í botninn. Eða er betra að hafa þá í kafi áfram? Það eru innan við tvö ár til næstu kosninga. Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða upp á annað en vín í búðir? Það er af nægu að taka.“

Hann segir vandræði flokksins að miklu leyti stafa vegna stefnu hans gegn ESB:

„Til hvers í ósköpunum þurfti Sjálfstæðisflokkurinn að vera þátttakandi í því að styðja afturköllun aðildarumsóknar að Evrópusambandinu? Vissulega var enginn möguleiki á því að umræða um aðildarumsókn kæmist á dagskrá Alþingis. Sofandi aðildarumsókn gerði ekkert mein. Afturköllun aðildarumsóknar að Evrópusambandinu skapaði grundvöll fyrir Viðreisn. Frumkvæði að afturköllun kom frá þeim er síðar urðu Klausturmunkar Miðflokksins.“

Þá nefnir hann einnig sérstöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík varðandi samgöngusáttmálann og spyr hvort ekki sé lágmark að samstaðan nái yfir landamæri bæjarfélaga.

Logi fúllyndi

Viljálmur minnist einnig á góða efnahagsstöðu út frá lágri verðbólgu og undrast fylgi Samfylkingarinnar í því ljósi:

„Við þessi skilyrði er allt í einu flokkur undir forystu fúllynds Akureyrings að auka fylgi sitt. Algerlega óverðskuldað,“

segir Vilhjálmur og talar þarna um Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar.

Allt jákvætt í boði Sjálfstæðisflokksins

Að lokum fer Vilhjálmur orðum um styrkleika flokksins og þakkar honum helstu framförum Íslandssögunnar:

„Styrkleiki flokksins felst ekki í því að bjóða upp á fleiri vínfrumvörp eða náttúrupassa. Það er enginn vínskortur í landinu. Það þarf einfaldlega að kynna hin fjölmörgu góðu stefnumál flokksins, tala um stefnumál við fólk og nýta flokksmenn um land allt við það verkefni. Sjálfstæðisflokkurinn er í grunn víðsýnn nýsköpunarflokkur; rekja má nær alla nýsköpun, framfarir og bætt lífskjör í landinu síðustu 90 árin til stefnu Sjálfstæðisflokksins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”