Landvernd er 50 ára í dag. Afmælinu hefur verið fagnað allt árið með ýmsum uppákomum öllum opnum en á í dag á sjálfan afmælisdaginn verður sérstök hátíðardagskrá í Norræna húsinu.
Byrjað verður á opnum fundi um sigra og ósigra í íslenskri náttúruvernd þar sem frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpar fundinn og í pallborði sitja meðal annarra Umhverfis- og auðlindaráðherra ráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson sem jafnframt er fyrrverandi framkvæmdastjór Landverndar.
Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir ávarpar svo hátíðarfund þar sem nokkrir listamenn ræða hlutverk náttúrunnar í lífinu og listinni.
Í Norræna húsinu er nú opin sýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar um náttúruperlur og dýralíf í hættu vegna stórra framkvæmda sem byggir viðeigandi ramma um hátíðahöldin.
Landvernd eru stærstu umhverfisverndarsamtök á Íslandi með um 6000 félaga. Þau hafa barist fyrir verndun íslenskrar náttúru og sjálfbærri þróun heima og á heimsvísu frá stofnun samtakanna.
Kl. 14:30 Afmælisráðstefna – Sigrar og ósigrar í íslenskri náttúruvernd í 50 ár
◾ Innlegg frá formanni Landverndar, Tryggva Felixson
◾ Frá nútíð til framtíðar; Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands
◾ Pallborðsumræður – Stjórnandi: Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra
▫ Þóra Ellen Þórhallsdóttir
▫ Hjörleifur Guttormsson
▫ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
▫ Elísabet Jökulsdóttir
▫ Þorgerður María Þorbjarnardóttir
___________________
Kaffihlé kl. 16:00
___________________
Kl. 16:30 Hátíðarfundur
◾ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
◾ Tryggvi Felixson, formaður Landverndar
◾ Kveðjur frá erlendum systursamtökum
◾ Lífið, náttúran, menning – Stjórnandi: Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra
▫ Bókin, orðið, umhverfið og náttúran, Andri Snær Magnason
▫ Ljóðið, náttúran og umhverfið, Steinunn Sigurðardóttir
▫ Sjónlist og náttúran, Ósk Vilhjálmsdóttir
▫ Tónlistin og náttúran, Svavar Knútur
__________________
Veitingar kl. 17:30
__________________
Öll velkomin!