fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Elliði fordæmir hræsni Íslandsbanka vegna kynjahlutfallsins – „Hér er langt seilst í baráttunni“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. október 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, virðist ekki hrifinn af stefnu Íslandsbanka um að hætta viðskiptum við þá fjölmiðla sem ekki standast skilyrði þeirra um jafnt kynjahlutfall þáttagerðarfólks og viðmælenda, sem Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, talar um við Vísi. Aðspurð hvort það sé hlutverk bankans að hlutast til um störf fjölmiðla segir Edda:

„Kröfurnar sem við setjum eru þær að ef um mikinn kynjahalla er að ræða þá viljum við gera athugasemdir við það. Við erum búin að flagga við þá aðila. Við ætlum ekki að gefa það upp hverjir það eru. En, við erum að taka upp gögn og erum í viðræðum um það.“

Langt seilst

Elliði segir þetta skjóta skökku  við:

„Þetta gerir bankinn að sögn í þágu jafnréttismála. Nú er það svo að allir, eða að minnsta kosti vel flestir, telja sig talsmenn jafnréttis.  Ekki verður þó hjá því litið hér er langt seilst í baráttunni, enda fjármálastofnanir stór kaupandi auglýsinga.“

Ójafnt kynjahlutfall bankans sjálfs

Rifjar Elliði upp að árið 2016 hafi kynjahlutfallið ekki verið til fyrirmyndar hjá bankanum:

„Það sem þó vekur sérstaka athyli mína við þetta er sú staðreynd að samkvæmt Samfélagsskýrslu Íslandsbanka frá árinu 2016 voru konur 64% af starfsmönnum Íslandsbanka.  Á landsbyggðinni voru konur 74% af starfmönnum bankans.  Nýrri samfélagsskýrslu fann ég ekki á netinu en hlýt að trúa því að bankinn minn hafi sjálfur tryggt jafnt kynjahlufall áður en hann ræðst gegn ójöfnu kynjahlutfalli,“

segir Elliði og virðist telja að Íslandsbanki sjái flísina í augum fjölmiðla, en ekki bjálkann í sínum eigin.

Enn fleiri konur

Þess má geta að samkvæmt nýjum tölum sem Edda Hermannsdóttir lét Eyjunni í té, hefur orðið örlítil breyting á kynjahlutfallinu.

Á heildina litið telja konur nú 60% starfsmanna bankans og karlar 40%.

Þegar aðeins er horft á stjórnendastöður, mælast konur 48%  og karlar 52%.

Þá má geta þess að af sjö stjórnarmönnum bankans eru alls fjórir karlar og þrjár konur, en stjórnarformaðurinn er karlmaður.

Bjarni hissa

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist í óundurbúnum fyrirspurnartíma í morgun hissa á þessum gjörningi bankans, hann kæmi honum spánskt fyrir sjónir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna út í málið, þar sem Íslandsbanki væri ríkisbanki og hvort rétt  þætti að hann hlutaðist til um dagskrá fjölmiðla og mannaráðningar með því að beita afli sínu og fjármagni. Spurði Sigmundur Bjarna hvort honum þætti þetta óhugnarleg þróun:

„Varðandi áherslur bankans verð ég að viðurkenna að þetta kemur mér nokkuð spánskt fyrir sjónir. Maður veltir fyrir sér ef bankinn vill leggja áherslu á jafnræði, jafnrétti og grænar lausnir í sinni starfsemi hvar bankinn hyggist draga mörkin. / Ef menn ætla að gera það að aðalatriði í sinni starfsemi finnst mér ákveðin tvískinnungur í því að ætla að gera það bara á útgjaldahliðinni en ekki tekjuhliðinni,“

sagði Bjarni og spurði um leið:

„Ætlar bank­inn, ef menn ætla að taka þessa stefnu og þróa þessa hug­mynda­fræði eitt­hvað lengra, að neita viðskipt­um við þá sem starfa ekki sam­kvæmt þess­ari hug­mynda­fræði en ætla að eiga viðskipti við bank­ann þannig að bank­inn hagn­ist á því? En þegar bank­inn þarf að líta á það sem kostnað eða út­gjöld þá eigi ein­hver önn­ur flokk­un við?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”