fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Eyjan

Landsvirkjun svarar ásökunum Vilhjálms – „Ekkert er fjær sanni“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. október 2019 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur ekki sparað stóru orðin í garð Landsvirkjunar undanfarin misseri, en hann segir hátt orkuverð Landsvirkjunar til stórnotenda rafmagns á Grundartanga vísvitandi gert til að „slátra“ þeim fyrirtækjum, svo réttlæta megi lagningu sæstrengs til landsins, til sölu á umframorku. Þá segir hann einnig að hátt orkuverð leiði til lægri launa sinna umbjóðenda og niðurskurðar sem endi með uppsögnum á starfsfólki í geiranum.

Eyjan hefur fjallað mikið um gagnrýni Vilhjálms og birti fyrir helgi frétt þar sem Vilhjálmur sakaði forstjóra Landsvirkjunar um lygar.

Sjá nánar: Vilhjálmur um forstjóra Landsvirkjunar – „Laug hann vísvitandi að íslensku þjóðinni“

Hefur Landsvirkjun nú svarað þeirri frétt.

Rangfærslur hjá Vilhjálmi

Í tilkynningu Landsvirkjunar eru ásakanir Vilhjálms bornar til baka og sagðar rangar:

„Landsvirkjun er falið að semja fyrir hönd þjóðarinnar við alþjóðleg stórfyrirtæki um sölu á endurnýjanlegri orku. Því fylgir mikil ábyrgð, þar sem um er að ræða eina mikilvægustu viðskiptasamninga sem gerðir eru á Íslandi og eru miklir hagsmunir undir. Að undanförnu höfum við legið endurtekið undir ámæli frá formanni Verkalýðsfélags Akraness fyrir að ætla að „slátra“ viðskiptavinum okkar eins og Elkem með óbilgirni í samningaviðræðum. Ekkert er fjær sanni. Markmið okkar í þessum samningum er að bjóða samkeppnishæf kjör, sambærileg því sem best gerist annars staðar.“

Hagstæðasta verðið

Vilhjálmur staðhæfði að Landsvirkjun hefði farið með staðlausar staðreyndir varðandi orkuverð, það væri ekki það ódýrasta sem í boði væri líkt og Landsvirkjun hafði haldið fram.

Landsvirkjun heldur hinsvegar fast við sinn keip:

„Við höfum áður sagt að samningur við Elkem á Grundartanga, eftir ákvörðun gerðardóms, feli í sér rafmagnsverð sem nái ekki meðalkostnaðarverði virkjana okkar. Fram hafa komið staðhæfingar um að þar höfum við einungis átt við kostnaðarverð nýrra virkjanakosta, en það er rangt. Raforkuverð í nýjum samningi Elkem nær hvorki kostnaðarverði núverandi virkjana Landsvirkjunar né nýrra virkjanakosta.

Við höfum einnig sagt að samningur Elkem sé á meðal þeirra hagstæðustu sem í gildi séu í heiminum. Fram hafa komið staðhæfingar um að ríkisstyrkir séu ekki séu teknir með við samanburð okkar, en það er rangt. Greiningar Landsvirkjunar eru unnar í samvinnu við stór alþjóðleg ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfa sig í greiningum af þessu tagi. Í þeim samanburði tökum við tillit til ríkisstyrkja sem fyrirtæki njóta, m.a. í Noregi. Að teknu tilliti til alls þessa er raforkusamningur Elkem einn sá hagstæðasti sem er í boði.“

Vandræði stóriðju er afurðarverð, ekki orkuverð

Að lokum segir Landsvirkjun að stóriðjurekstur sé krefjandi um heim allan, en það sé ekki orkuverði Landsvirkjunar um að kenna, heldur lágs afurðarverðs:

„Hafa ber í huga að rekstrarumhverfi stóriðjufyrirtækja um allan heim er krefjandi um þessar mundir og þar með talið á Íslandi – ekki vegna raforkuverðs Landsvirkjunar – heldur fyrst og fremst vegna lágs afurðaverðs sem má meðal annars rekja til viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn