fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Vestfirðingar brjálaðir– „Verið er að skattleggja einu leiðina til samvinnu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. október 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hljómar afar undarlega í okkar augum. Við eigum í sjálfu sér eftir að sjá útfærsluna, en þetta er náttúrulega bara skattur á Bolvíkinga umfram aðra landsmenn. Ef ríkið vill bjóða skipti á þessum skatti og þessum rúmlega 300 m.kr. sem fara frá Bolungarvík í formi veiðigjalda þá erum við tilbúinn í viðræður,“

segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur í samtali við Eyjuna, vegna fyrirhugaðra áforma ríkisstjórnarinnar um að rukka veggjöld við samgöngumannvirki/jarðgöng á landsbyggðinni.

Eini vegurinn til Bolungarvíkur liggur í gegnum Bolungarvíkurgöng sem aukið hefur samgöngur milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur umtalsvert frá opnun þeirra árið 2010, en þau eru næst-fjölförnustu göng Íslands á eftir Hvalfjarðargöngum.

Um 822 bílar fara að jafnaði um Bolungarvíkurgöngin á hverjum sólarhring samkvæmt tölum frá 2018, sem er um tvöfalt meiri umferð en í Norðfjarðargöngum, sem tengir Eskifjörð og Norðfjörð á Austfjörðum. Þá má nefna að kostnaðurinn við göngin var undir áætlun.

Þvinguð sameining skattlögð í þokkabót

Jón segir þessar tillögur hleypa illu blóði í heimamenn sem hafa enga aðra leið til að sækja sér þjónustu utan bæjarins, ekki síst þegar samgönguráðherra tali fyrir þvingaðri sameiningu sveitarfélaga:

„Bolvíkingar hafa enga aðra leið til að nálgast margvíslega þjónustu sem ríkið býður uppá nema að fara í gegnum göngin. Hér er ekki spítali, hér er ekki sýslumaður, enginn banki er með þjónustufulltrúa í Bolungarvík, fólk sækir verslun, afþreyingu o.s.frv. í gegnum göngin. Það er erfitt að skilja möntruna um aukna samvinnu og þvingaða sameiningu á sama tíma og verið er að skattleggja einu leiðina til samvinnu sem við höfum,“

segir Jón Páll við Eyjuna, en búast má við bókun um málið á fundi bæjarráðs sem haldinn er í dag.

Bæjarráð Ísafjarðar hefur einnig gagnrýnt þessi áform og kallar eftir nánari útlistun á áformunum um veggjöld í jarðgöngum:

„Bæjarráð telur ekki boðlegt að íbúar þurfi að greiða veggjöld þegar aðeins er ein leið í boði milli byggðakjarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi